„Mobutu Sese Seko“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.2
Snaevar-bot (spjall | framlög)
m →‎top: uppfæra gildi í heimildasniðum CS1 using AWB
Lína 23:
Á meðan á [[Kongódeilan|Kongódeilunni]] stóð árið 1960 hjálpuðu belgískar hersveitir Mobutu að fremja valdarán gegn þjóðernissinnaðri ríkisstjórn [[Patrice Lumumba]]. Lumumba var fyrsti lýðræðislega kjörni leiðtogi Kongó en honum var fljótt steypt af stóli af Mobutu og hann síðan framseldur aðskilnaðarsinnum í Katanga-ríki, sem tóku hann af lífi.<ref name="bbc-wkl-1">{{cite news|title=Correspondent:Who Killed Lumumba-Transcript|url=http://news.bbc.co.uk/hi/english/static/audio_video/programmes/correspondent/transcripts/974745.txt|publisher=BBC | accessdate=21 May 2010}} 00.36.57</ref> Mobutu gerðist síðan leiðtogi hersins<ref name="infoplease.com">{{cite web|title=Mobutu Sese Seko|url=http://www.infoplease.com/encyclopedia/people/mobutu-sese-seko.html|work=The Columbia Electronic Encyclopedia|publisher=Columbia University Press|accessdate=30 April 2013|year=2012}}</ref> og tók sér formlega völd eftir annað valdarán árið 1965. Mobutu rak stefnu „áreiðanlegrar þjóðernisímyndar“ og breytti því nafni landsins í Saír árið 1972 og sínu eigin nafni í Mobutu Sese Seko árið 1972.
 
Mobutu setti á fót [[flokksræði]] þar sem öll völd voru í hans höndum. Hann hvatti einnig til mikillar foringjadýrkunar á sjálfum sér.<ref name="infoplease.com"/> Á valdatíð sinni byggði Mobutu upp afar miðstýrt ríki og safnaði sjálfur miklum auðæfum með því að arðræna það. Því er stjórnarfar hans jafnan talið [[þjófræði]].<ref>{{cite journal |url=http://economics.mit.edu/files/4462 |title=Kleptocracy and Divide-and-Rule: A Model of Personal Rule |author1=Acemoglu, Daron |author2=Robinson, James A. |author3=Verdier, Thierry |lastauthoramp=yes |journal=Journal of the European Economic Association |date=April–May 2004 |volume=2 |issue=2–3 |pages=162–192 |doi=10.1162/154247604323067916 |access-date=2017-10-22 |archive-date=2014-12-29 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141229032121/http://economics.mit.edu/files/4462 |dead-url-status=yesdead }}</ref><ref>{{cite news | url=http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/1120825.stm | title =DR Congo's troubled history | author =Pearce, Justin | publisher =BBC| date =16 January 2001}}</ref> Þjóðin þurfti að glíma við mikla [[Verðbólga|verðbólgu]], skuldir og stöðuga gjaldfellingu. Árið 1991 leiddu efnahagsörðugleikar til þess að Mobutu féllst á að deila völdum með leiðtogum stjórnarandstöðunnar en hann notaði þó hervald til að koma í veg fyrir verulegar breytingar til ársins 1997. Það ár ráku uppreisnarmenn undir stjórn [[Laurent-Désiré Kabila]] hann úr landinu með stuðningi rúandskra og úgandskra hermanna í [[Fyrra Kongóstríðið|fyrra Kongóstríðinu]]. Mobutu var þá sárþjáður af krabbameini í blöðruhálskirtli og lést þremur mánuðum síðar í Marokkó.
 
Mobutu var alræmdur fyrir [[Spilling|spillingu]] og [[frændhygli]]. Talið er að hann hafi dregið sér andvirði um 4–15 milljarða Bandaríkjadala úr ríkissjóði á valdatíð sinni. Auk þess var hann þekktur fyrir eyðslusemi og var vanur að fara reglulega í dýra verslunarleiðangra til Parísar á lúxusflugvélum.<ref name="time.com">{{cite news|last=Tharoor|first=Ishaan|title=Mobutu Sese Seko|url=http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,2097426_2097427_2097458,00.html|work=Top 15 Toppled Dictators|publisher=Time Magazine|accessdate=30 April 2013|date=20 October 2011|archive-date=24 apríl 2013|archive-url=https://web.archive.org/web/20130424213126/http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,2097426_2097427_2097458,00.html|dead-url-status=yesdead}}</ref> Mobutu réð yfir Austur-Kongó í rúma þrjá áratugi og var þekktur fyrir stöðug brot á mannréttindum. Ásamt [[Idi Amin]] er hann talinn hinn „dæmigerði afríski einræðisherra“.<ref name="time.com"/>
 
==Tilvísanir==