„Ari Magnússon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
,,murti" stingur í stúf sem stafsetningarvilla því skýrði ég að þetta væri nafn mannsins, hitt eru minniháttar orðalags breytingar.
Steinninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
'''Ari Magnússon''' (eða '''Ari í Ögri''') ([[1571]] – [[11. október]] [[1652]]) var [[sýslumaður]] á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] og bjó í [[Ögur|Ögri]] við [[Ísafjarðardjúp]] og er oftast kenndur við þann stað.
 
[[Foreldrar]] Ara voru [[Magnús Jónsson prúði]], sýslumaður í [[Bær áSaurbær (Rauðasandi)|Bæ]] á [[Rauðisandur|Rauðasandi]], og kona hans, Ragnheiður dóttir [[Eggert Hannesson|Eggerts lögmanns Hannessonar]]. Jón kallaður murti móðurbróðir Ara, hafði flúið land eftir að hafa orðið mannsbani og sest að í [[Hamborg]], eins þreytti Eggert afi hans þar síðustu æviárin. Ari átti því nána ættingja þar og var sendur þangað ungur til náms; í erfiljóði segir að hann hafi verið þar í níu ár fyrir tvítugt. Hann mun því hafa verið mjög vel [[menntun|menntaður]] á síns tíma vísu.
 
Ari var fyrst sýslumaður í [[Barðastrandarsýsla|Barðastrandarsýslu]], en síðar í [[Ísafjarðarsýsla|Ísafjarðarsýslu]] og [[Strandasýsla|Strandasýslu]]. Hann var einnig [[umboðsmaður]] [[Konungsjörð|konungsjarða]] í Ísafjarðarsýslu og mun því hafa verið mjög valdamikill maður og stórauðugur. Hann þótti harður í horn að taka.