„Tome“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Snaevar-bot (spjall | framlög)
m →‎Ferill: aðgreini New York using AWB
 
Lína 13:
Alls gerðu félagarnir fjórtán bækur um Sval og Val. Út frá þeirri spratt nýr sagnaflokkur um ævintýri Litla-Svals. Þrátt fyrir nafnið, rautt hárið og lyftuvarðarbúninginn hefur sú persóna í raun engin tengsl við [[Svalur_og_Valur#Svalur|Sval]] sjálfan. Tome segir að ævintýri Litla-Svals byggist að miklu leyti á hans eigin bernskuminningum og ævintýrum dóttur hans. Alls hafa sautján bækur komið út um Litla-Sval, sú síðasta árið 2015.
 
Samhliða vinnunni að þessum sagnaflokkum, samdi Tome efni fyrir raunsæislegri myndasögur. Þar eru kunnastar sögurnar um Soda, sem teiknaðar eru af ''Bruno Gazzotti''. Þær eru blóðugar spennusögur af lögreglufulltrúa í [[New York-borg|New York]] sem berst við glæpamenn, en dulbýr sig þó sem [[kaþólska|kaþólskur]] [[prestur]] til að róa aldraða [[móðir|móður]] sína. Alls urðu bækurnar þrettán í ritröðinni.
 
Á árunum 1997 til 2002 samdi Tome þriggja bóka verk, ''Berceuse assassine'', ásamt teiknaranum [[Ralph Meyer]]. Um er að ræða afar myrka sögu af [[hjartasjúkdómur|hjartveikum]] leigubílsstjóra í [[New York-borg|New York]] sem dregst inn á brautir glæpa. Fyrsta ævintýri bókaflokksins ''Le Cœur de Telenko'' (Ísl. ''Hjarta Telenko'') kom út á íslensku á vegum [[Nordic Comics]] árið 1999 undir heitinu ''Vögguvísa morðingjans''.
 
[[Flokkur:Belgískir myndasöguhöfundar|Tome]]