„Vladímír Lenín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
 
===Byltingarsinni===
Þegar útlegðinni var lokið eyddi hann þónokkrum tíma í að ferðast innan Rússlands og víðar í Evrópu og var þá duglegur að gefa út tímarit og bækur og var þar meðal annars í slagtogi með mönnum eins og Plekhanov og [[Lev Trotskíj]]. Það var á þessum tíma sem hann tók upp byltingarnafnið Lenín og er talið að það sé í eftir ánni Lenu sem rann við ShushenskoyeShúshenskoje.<ref name=hvervarlenín/>
Árið 1903 klofnaði sósíaldemókrataflokkurinn í [[Bolsévikar|bolsévíka]] og [[Mensévikar|mensévíka]]. Lenín hafði þá verið duglegur undanfarin ár að útbreiða boðskap sinn um byltingu og kommúnisma. Hann var foringi bolsévíka sem þýðir „stuðningsmenn meirihlutans“ en nafnið var dregið af því að í kosningum um aldamótin fengu þeir meirihluta atkvæða, það átti þó ekki eftir að vera svo alltaf. [[JuliusJúlíus Martov]] leddileiddi svo mensévíka sem þýðir „stuðningsmenn minnihlutans“ af sömu ástæðu. Bolsévíkar voru mun róttækari í hugsun en mensévíkar og vildu stofna til byltingar verkalýðsins í Rússlandi en mensévíkar vildu búa til sterkan lýðræðislegan stjórnmálaflokk og fannst Lenín vera með einræðistilburði. Í hvert skipti sem menn reyndu að sameina sósíaldemókrataflokkinn var Lenín alltaf þar til að stöðva það með kröfum um byltingu. Það fór þó þannig að bolsévíkar töpuðu miklu fylgi og mensévíkar voru komnir með mun meira af fólki á bak við sig.<ref name=poulsen>Poulsen (1985), bls. 43-45.</ref><ref name=hvervarlenín/>
 
Lenín hélt áfram að ferðast um Evrópu og útbreiða boðskap kommúnismans, mestmegnis útlægur frá Rússlandi. Á ferðum sínum hitti hann annan útlægan Rússa í París að nafni [[Inessa Armand]], en hún átti eftir að verða hjákona hans síðar. Þegar [[fyrri heimsstyrjöldin]] hófst árið 1914 var Lenín staðsettur í Sviss. Flestir leiðtogar rússneskra sósíalista vildu þá ganga til friðarsamninga en Lenín hvatti verkalýðinn til að stofna til byltingar og kollvarpa kapítilöskum stjórnvöldum sínum með vopnum og valdi.<ref name=hvervarlenín/>
Lína 44:
 
===Rússneska borgarastyrjöldin===
Í kjölfar friðarsamningana blossaði upp mikill hiti í Rússlandi og fannst andstæðingum bolsévíka að samningarnir væru afar óhagstæðir fyrir Rússland. Í kjölfarið varð [[Rússneska borgarastyrjöldin|borgarastyrjöld]] þar sem [[Rauði herinn|rauðliðar]] (her bolsévíka) og [[Hvíti herinn|hvítliðar]] (her andstæðingana) börðust í hörðum bardaga í þrjú ár. Þrátt fyrir að hvítliðar nytu stuðnings Bandamanna, fór það svo að rauðliðar báru sigur úr býtum og var það ekki síst fyrir tilstilli herkænsku Trotskíjs og pólitískrar visku Leníns. Í þessu stríði voru mörg ódæðisverk framin af hálfu beggja aðila. Það sýndi þó betur fram á að Lenín var tilbúinn að beita öllum brögðum til þess að sjá Rússland sem sósíalískt ríki. Bolsévíkar stofnuðu sérstaka leynilögreglu sem nefndist [[Tsjeka]] en var einnig kölluð rauða ógnvaldið. Hennar verkefni voru að elta niðri pólitíska andstæðinga og í raun alla sem bolsévíkar töldu óvini sína og taka þá af lífi. Ekki er vitað með vissu hversu mörg mannslíf þetta ógnvald kostaði en tölur á bilinu 13 þúsund til 140 þúsund hafa verið nefnd.<ref name=hvervarlenín/>
 
Vald Leníns hafði stóraukist á frekar skömmum tíma og þann 30. ágúst, árið 1918 var hann skotinn. Hann lifði þó af en mjög líklegt er að þessi meiðsl hafi átt þátt í dauða hans nokkrum ára seinna.<ref name=hvervarlenín/>
 
Eftir að Lenín og hans menn voru komnir með völdin í Rússlandi fóru þeir að líta til Evrópu til þess að breiða út boðskap sinn og stofnaði hann til þess [[Alþjóðasamband kommúnista]]. Árið 1918 breyttu þeir nafni sósíaldemókrataflokksins í Rússneska kommúnistaflokkinn. Árið 1919 reyndi Lenín að boða byltinguna með því að [[Stríð Sovétríkjanna og Póllands|ráðast inn í Pólland]] en þar töpuðu þeir illa og ákváðu því að bíða með að breiða út byltinguna til betri tíma.<ref name=berndl/>
 
===Nýja efnahagsstefnan===
Eyðilegging rússnesku borgarastyrjaldarinnar og misheppnaðar tilraunir Sovétstjórnarinnar til að [[Samyrkjubúskapur|samyrkjuvæða]] landbúnað Rússlands stuðluðu að hungursneyð á árunum 1920 til 1921. Í mars árið 1921 gerðu sjóliðar í [[Kronstadt]], sem höfðu verið meðal tryggustu stuðningsmanna byltingarinnar, misheppnaða uppreisn gegn stjórn Leníns. Uppreisnin og efnahagslegt hrun Rússlands sannfærðu Lenín um að tilraunin til að gera Rússland að sósíalísku ríki í einu vetfangi hefði mistekist og að taka þyrfti upp hófsamari stefnu. Þetta varð til þess að árið 1921 kynnti Lenín „[[Nýja efnahagsstefnan|nýju efnahagsstefnuna]]“ svokölluðu, eða NEP, sem fól í sér afturhald til auðvaldsskipulags í ýmsum málum.<ref name=samvinnan>{{Tímarit.is|4292618|Vladímír Lenín|blað=[[Samvinnan]]|útgáfudagsetning=1. apríl 1970|blaðsíða=12-18}}</ref>
 
Á tíma nýju efnahagsstefnunnar átti ríkið áfram allan helsta iðnað landsins og hafði einokun á erlendri verslun en einkaverslun og einkaframtak bænda var aftur leyfð. Þessi stefna með kapítalísku ívafi mætti mikilli mótspyrnu innan Kommúnistaflokksins og hefði líklega aldrei náð fram að ganga ef neinn annar en Lenín hefði talað fyrir henni, en Lenín braut gagnrýnina á bak aftur og fékk sínu framgegnt. Með þessu [[Blandað hagkerfi|blandaða hagkerfi]] heppnaðist sovétstjórninni að reisa við efnahag Rússlands á þriðja áratugnum. Nýja efnahagsstefnan var síðasta meiriháttar framlag Leníns til stjórnarinnar þar sem heilsu hans tók að hraka á svipuðum tíma og hún var tekin upp.<ref name=samvinnan/>
 
===Endalok Leníns===