„Gullna hordan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Gullna hordan''' ([[tatarska]]: Алтын Урда ''Altın Urda''; [[tyrkneska]]: ''Altın Orda'' eða ''Altın Ordu'', [[mongólska]]: Зүчийн улс, ''Züchii-in Uls''; [[rússneska]]: Золотая Орда, ''Solotaja Orda'') var [[mongólar|mongólskt]] og síðar [[tyrkir|tyrkískt]] undir[[kanat]] innan [[Mongólaveldið|Mongólaveldisins]]. Það varð til við landvinninga [[Batú Kan]]s, sonar [[Djotsji]], sonar [[Gengis Kan|Gengiss Kan]], í vestri þar sem hann lagði undir sig lönd [[Volgubúlgarir|Volgubúlgara]], tyrkneskra þjóðflokka, [[kúmanar|kúmana]] og [[kiptsjakar|kiptsjaka]], og að lokum fyrrum furstadæmi [[Garðaríki]]s, um miðja [[13. öldin|13. öld]]. [[Stórfurstadæmið Moskva]] og [[Búlgarska keisaradæmið]] héldu sjálfstæði sínu en greiddu Gullnu hordunni skatt. Batú Kan reisti höfuðborg sína, [[Sarai Batú]], við [[Volga|Volgu]] þar sem höfuðborg [[kasarar|kasara]], [[Atil]], stóð áður.
 
Um miðja [[14. öldin|14. öld]] tók Gullnu hordunni að hnigna. [[Svarti dauði]] og stríð milli erfingja kansins veiktu ríkið og [[Stórhertogadæmið Litháen]] og [[Konungsríkið Pólland]] gengu á lagið, lögðu undir sig lönd Mongóla og hættu að greiða þeim skatt. Eftir 1420 tók hordan að brotna upp í nokkur kanöt, þar á meðal [[Krímkanatið]] og [[Kasakkanatið]]. Árið 1476 hætti [[Ívan 3.]] af Moskvu að greiða Gullnu hordunni skatt og [[staðan mikla við Úgrafljót]] sýndi að yfirráðum [[Tatarar|Tatara]] og Mongóla í Rússlandi var í raun lokið. Síðasti kan Gullnu hordunnar lést í fangelsi í [[Kaunas]] í [[Litháen]] einhvern tíma eftir 1504. Krímkanatið var áfram við lýði þar til [[Katrín mikla]] lagði það undir sig 1783 og Kasakkanatið ríkti yfir [[Kasakstan]] til 1847, en síðustu kanarnir voru leppar Rússa.
 
==Heiti==