„Hannes Hólmsteinn Gissurarson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Brynjarg (spjall | framlög)
Lína 55:
== Áhrif ==
[[Mynd:HHGandKlausandCáceres.jpg|thumb|300px|[[Vaclav Klaus]], forseti [[Tékkland|Tékkneska lýðveldisins]], [[Carlos Cáceres]] prófessor, fyrrverandi fjármálaráðherra Chile, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson]]
Hannes Hólmsteinn Gissurarson var blaðamaður ''Eimreiðarinnar'', sem ungir frjálshyggjumenn gáfu út 1972–1975. Í hinum svonefnda Eimreiðarhópi voru með honum eru m. a. [[Davíð Oddsson]], [[Þorsteinn Pálsson]], [[Geir H. Haarde]], [[Baldur Guðlaugsson]], [[Brynjólfur Bjarnason]], [[Kjartan Gunnarsson]], [[Magnús Gunnarsson]] og [[Jón Steinar Gunnlaugsson]]. Þessi hópur varð mjög áhrifamikill í Sjálfstæðisflokknum í lok [[1971–1980|8. áratugar]] og beitti sér fyrir því að sveigja stefnu flokksins í átt til frjálshyggju.
 
Hannes stofnaði ásamt nokkrum öðrum [[Félag frjálshyggjumanna]] 1979, sem starfaði í tíu ár. Það fékk Nóbelsverðlaunahafana [[Friedrich A. von Hayek]], [[James M. Buchanan]] og [[Milton Friedman]] til að koma til landsins og tala um fræði sín. Vöktu heimsóknir þeirra og fyrirlestrar mikla athygli. Einnig gaf Félag frjálshyggjumanna út ýmis rit og tímaritið ''Frelsið'' 1980-1988, fyrst undir ritstjórn Hannesar, síðan Guðmundar Magnússonar.