„Nikulás 1. Rússakeisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kaganer (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 6:
| mynd = Botman - Emperor Nicholas I.jpg
| myndatexti =
| skírnarnafn = NikolaiNíkolaj Pavlovítsj RómanovRomanov
| fæðingardagur = [[6. júlí]] [[1796]]
| fæðingarstaður = [[GattsjinaGattsjína]], [[Rússneska keisaradæmið|Rússland]]i
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1855|3|2|1796|6|6}}
| dánarstaður = [[Vetrarhöllin|Vetrarhöllinni]], [[Sankti Pétursborg]], Rússlandi
Lína 20:
| börn = 7, þ. á m. [[Alexander 2. Rússakeisari]]
}}
'''Nikulás 1.''' ('''Николай I Павлович'''; '''NikolaiNíkolaj I Pavlovítsj''' á [[Rússneska|rússnesku]]) (6. júlí 1796 – 2. mars 1855) var [[Rússakeisari]] frá 1825 til 1855. Hann var jafnframt konungur Póllands og stórhertogi Finnlands. Hann var íhaldsmaður sem stóð fyrir útþenslustefnu, bælingu á andófi, efnahagsstöðnun, dræmu stjórnskipulagi, spilltri stjórnsýslu og fjölmörgum stríðum sem enduðu með ósigri Rússa í [[Krímstríðið|Krímstríðinu]] árin 1853-56. Ævisöguritari hans, Nicholas V. Riasanovsky, segir hann hafa sýnt staðfesti, einbeitingu og mikinn viljastyrk auk skyldurækni og ötulsemi í starfi. Nikulás leit fyrst og fremst á sig sem hermann. Hann var þjálfaður í verkfræði og lét sig varða öll smáatriði. Riasanovski segir Nikulás hafa orðið „táknmynd einveldisins: Mikilfenglegur, staðfastur og voldugur, harður sem steinn og óbilandi eins og forlögin“.<ref>Nicholas Riasanovsky, ''Nicholas I and Official Nationality in Russia, 1825–1855'' (1959). p. 3.</ref> Valdatíð hann notaðist við hugmyndafræði „opinbers þjóðernis“ sem var staðfest árið 1833. Hugmyndafræðin var afturhaldsstefna sem byggði á ströngum rétttrúnaði, gerræðislegu stjórnarfari og rússneskri þjóðernishyggju.<ref>Nicholas Riasanovsky, ''A History of Russia'' (4th edition 1984) bls. 323–24</ref> Nikulás var yngri bróðir forvera síns, [[Alexander 1. Rússakeisari|Alexanders 1. Rússakeisara]]. Nikulás erfði krúnuna þrátt fyrir [[Desembristauppreisnin|misheppnaða uppreisn gegn sér]] og varð einn afturhaldssamasti leiðtogi Rússa fyrr og síðar. Herská utanríkisstefna hans leiddi til margra útþenslustyrjalda sem efnahagur Rússaveldis mátti líða fyrir.
 
Nikulás var sigursæll gegn keppinautum Rússa í suðri í stríði árin 1826–28 þegar hann lagði undir sig síðustu héruð [[Persía|Persa]] í [[Kákasus]] (þar sem í dag eru [[Armenía]] og [[Aserbaísjan]]). Eftir landvinninga Nikulásar hafði Rússaveldi náð yfirhöndinni bæði landfræðilega og stjórnmálalega í Kákasus gegn Persum. Nikulás vann einnig [[Stríð Rússlands og Tyrklands (1827–1829)|stríð sitt]] við [[Tyrkjaveldi|Tyrki]] árin 1828-29. Rússland beið hins vegar afhroð í Krímstríðinu (1853-56). Sagnfræðingar benda á smámunasemi Nikulásar, afskiptasemi hans og lélega hertækni sem ástæður fyrir ósigri Rússa. William C. Fuller bendir á að algeng niðurstaða sagnfræðinga sé sú að „valdatíð Nikulásar 1. hafi verið stórslys bæði með tilliti til innan- og utanríkismála.“<ref>William C. Fuller, Jr., ''Strategy and Power in Russia 1600–1914'' (1998) bls. 243</ref> Þegar Nikulás lést var Rússaveldi hins vegar á hápunkti landfræðilegar stærðar sinnar og spannaði um 20 milljónir ferkílómetra.