„Fiskilýs“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
GBE0005 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
GBE0005 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 19:
 
[[Mynd:Laxalús á eldisfisk.jpg|thumb|Laxalús á laxi úr sjókvíaeldi á Íslandi]]
'''Fiskilús''' ([[fræðiheiti]]: ''C. elongatus'') eru undirflokkur [[árfætlur|árfætla]]. Fiskilús er tegund [[krabbadýr]]a þær eru ytri [[sníkjudýr]] sem nærast á öðrum lífverum. Það sem gerir þær frábrugðnar því að líta út eins og hefðbundin tegund krabbaflóa er að lúsin er flöt og kemur sér fyrir á ysta lagi fiska og heldur sér fastri þar.<ref>https://vistey.is</ref> Fiskilúsin (''C.elongatus'') nærist á slími, ysta lagi og blóði fiska. Þar sem hún flakkar á milli villtra fiska og eldisfiska í sjó. Þær tegundir sem fiskilúsin (C. elongatus) er mest er á eldislax, þorsk og loðnu <ref>https://www.hi.no/en/hi/temasider/species/sea-lice/sea-lice-caligus-curtus-and-caligus-elongatus</ref>
 
==Útlit==
Fiskilúsin (''C. elongatus'') er flöt með breiðan skjöld og notar fæturna til að færa sig á milli svæða. Kvenlúsin hefur tvo langa eggjaþræði sem eru fastir við kviðinn.
Þegar greint er á milli fiski- og laxalúsar er mikilvægt að rýna í lögun lúsarinnar.
Munurinn felst í stærð og lögun framþráðanna, á fiskilúsinni (''C. elongatus'') eru þeir langir og grannir en á laxalúsinni (''L. salmonis'') eru þeir stuttir og sterkbyggðir. Einnig er hægt að greina þær í sundur með því að skoða litinn en laxalúsin (''L. salmonis'') er svört og brún og fiskilúsin (''C. elongatus'') meira út í rauðleitt eða ljós <ref>https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0044848619331680</ref>
Það sem greinir laxalúsina (''L. salmonis'') frá fiskilúsinni (''C. elongatus'') er að hún er skaðmeiri, dekkri að lit og stærri. Til dæmis þá er kvenlús fiskilúsarinnar (''C. elongatus'') stærri eða 8-12 mm á meðan karllúsin er 5-6
mm<ref>https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0044848619331680</ref>
 
==Staðsetning==
Fiskilúsin (''C. elongatus'') finnst aðallega í eldislaxi í Atlantshafi en hefur einnig fundist í miklu magni í Fundy-flóa í Norðvestur- Atlantshafi.<ref>https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0044848619331680</ref>
 
==Lífsferill==
Flestar tegundir fiskilúsa eru taldar hafa 10 þroskastig á lífsferli sínum.
Fiskilúsin (Caligus''C. elongatus'') er með 8 þroskastig.
 
Heildar lífsferill fiskilúsar spannar 5 vikur í 10°C heitum sjó.
Lúsin (''C. elongatus'') hefur 8 þroskastig þar sem 3 fyrstu berast með straumi, síðan koma 2 fastsitjandi stig og loks 3 hreyfanleg sem eru skaðlegustu stigin sem enda með kynþroska.
Fyrstu tvö stigin er lúsin aðeins minni eða 0,5 mm á lengd, hún hefur aðeins þrjá fætur og berst því auðveldlega með straumnum. Stigið varir ekki lengi eða í 30-35 klst. við 10°C en lengist við lægra hitastig. Stig þrjú hefur lúsin lengst aðeins en er en þá ekki orðin stærri en 1 mm að lengd og er hún komin með 3 fætur sem nýtast henni, en þó ekki alveg til fulls. Þetta stig varir í um 50 klst. í 13°C. Næstu tvö stig vara aðeins lengur og vex lúsin hægar þar. Það er ekki fyrr en komið er á stig 6 þar sem lúsin byrjar að myndast og er hún þá orðin 1-2 mm löng og komin með fjórar fætur. Lúsin stækkar ört í næsta fasa og þá taka við stig 7 og 8, þar er hægt að greina kyn lúsarinnar. Höfuðbeinið hefur stækkað og fimmti fótur hefur myndast <ref>https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0044848619331680</ref>
Þegar lúsin er fullmynduð er hægt að sjá hvort lúsin sé karldýr eða kvendýr. Afturparturinn er minni á karllúsinni og heilt yfir er hún smærri í sniðum eða um 4-5 mm á meðan kvenlúsin er 5-6 mm
Lína 43:
Sýking af völdum sjólúsar veldur langvarandi streitu í fiski. Áhrif sem sú sýking veldur er að fiskurinn verður slappur, lystarlaus og dánartíðni eykst.
Lýsnar geta leikið fiskinn grátt og búið til ótal sár sem skilja eftir sig ör og ljóta bletti. Þessi vandi er lang algengastur í sjókvíum, en komið hafa upp dæmi þar sem mikið er um lús í eldislaxi.
Áhrifin sem lúsin hefur á eldislax í kví fara eftir magni sníkjudýra, ef um mikið magn er að ræða verður mikið tjón á fisknum og öfugt. Skýrt skal tekið fram að laxalús (''L. salmonis'') er töluvert meiri skaðvaldur heldur en fiskilúsin (''C. elongatus'')
<ref>https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0044848619331680</ref>
 
==Meðferðir==
Þegar fiskeldi hófst í kringum 1960 þurfti að huga að mismunandi leiðum til að hafa stjórn á lúsinni eða koma í veg hana.
Þetta á við um eldislax sem er hafður í sjókvíum undan ströndum Noregs (Hemmingsen o.fl., 2020).
Til þess að hreinsa lax sem hefur orðið fyrir árás af fiski- eða laxalús er notast við ytri meðferðir. Aðal meðferðin er baðmeðferð þar sem fiskurinn er baðaður upp úr formalíni eða ediksýru. Honum er dælt upp í sérstakan brunnbát þar sem hann er baðaður og dælt aftur út í kví. Ytri meðferðir sem notaðar eru hafa verið metnar með tilliti til umhverfisáhrifa og áhættu sem það getur valdið í umhverfinu.
Meðferðir í fóðri er önnur leið þar sem fóðurpalleturnar eru húðaðar með lyfinu sem fiskurinn þarf hverju sinni. Þessi leið er umhverfisvænni en sú fyrri og hefur lyfið sérstök eituráhrif á lúsina og á að virka í allt að 2 mánuði. Gallinn við þessa aðferð er sá að það er ekki öruggt að allir fiskarnir í kvínni fái lyfið. Það er eins með laxfiska eins og flest önnur dýr að þeir hæfustu lifa af, þó einhver kynni að segja ,,frekustu“. <ref>https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0044848619331680</ref>