„Eli Heckscher“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bætti við Heckscer Ohlin kafla
mEkkert breytingarágrip
Lína 10:
Heckscher-Ohlin líkanið í hagfræði er kenning um hlutfallslega yfirburði í alþjóðaviðskiptum.  Líkanið er notað til að meta viðskipti milli tveggja landa sem hafa mismunandi sérstöðu og náttúruauðlindir. í Heckscher-Ohlin þá eru tveir framleiðsluþættir, vinnuafl og fjármagn, framleiðsluþættir geta flust á milli geira og framleiðslutækni er sú sama alls staðar. Í Heckser-Ohlin þá útskýrir hlutfallslegur aðgangur að framleiðsluþáttum hlutfallslega yfirburði. Í þessu líkani ákvarðast alþjóðaviðskipti af hlutfallslegri gnægð framleiðsluþátta á milli landa.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/topic/Heckscher-Ohlin-theory|titill=Heckscher-Ohlin theory}}</ref>
 
Líkanið leggur áherslu á útflutning á vörum sem krefjast framleiðsluþátta sem land hefur í gnægð. Einnig er lögð áhersla á innflutning á vörum sem þjóð getur ekki framleitt á eins hagkvæman hátt. Kenningin tekur þá afstöðu að lönd ættu helst að flytja út efni og auðlindir sem þau hafa umframmagn af, en flytja hlutfallslega inn þær auðlindir sem þau þurfa. Þær forsendur sem þurfa að standa fyrir til að hægt sé að nota líkanið er að framleiðsluþættir séu ekki fáanlegir í sömu hlutföllum fyrir bæði löndin, vinnuafl og fjármagn mega ekki færast á milli landanna, að  það sé enginn flutningskostnaður fyrir vörurnar áog að tæknin sé sú sama á milli landanna.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.investopedia.com/terms/h/heckscherohlin-model.asp|titill=Heckscher-Ohlin Model Definition: Evidence and Real-World Example|höfundur=Carol M. Kopp}}</ref>
 
Heckscher-Ohlin líkanið hentar vel til þess að lýsa viðskiptum milli þróunarlanda og þróaðra landa. Líkanið telst vera framlenging af kenningu David Ricardo um hlutfallslega yfirburði landa. Helsti munurinn á milli kenninganna felst í framleiðsluþáttum og tæknimismunum. Ricardo hefur einn framleiðsluþátt í stað tveggja eins og í Heckscher-Ohlin líkaninu og í Ricardo líkaninu er mismunandi tæknistig á milli landa en í Heckscer-Ohlin er tæknistiginu haldið föstu.