„Elísabet 2. Bretadrottning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
leiðrétti dagsetningu kríningar úr október í júní
Lína 34:
===Valdatíð (1952–2022)===
[[Mynd:Elizabeth and Philip 1953.jpg|thumb|left|Krýningarmynd af Elísabetu og Filippusi árið 1953.]]
Georg 6. lést árið 1952, á meðan Elísabet var í opinberri heimsókn í [[Kenía|Keníu]]. Elísabet varð þannig þjóðhöfðingi [[Breska samveldið|breska samveldisins]] undir nafninu Elísabet 2. og var krýnd drottning í októberjúní næsta ár.<ref>{{Tímarit.is|5406327|Krýnd Elisabet II Bretadrottning|blað=[[Eining]]|útgáfudagsetning=1. október 1953|blaðsíða=1-3}}</ref>
 
Elísabet var vinsæll þjóðhöfðingi allt frá valdatöku sinni og einbeitti sér lengi að því að endurheimta virðuleika konungsfjölskyldunnar eftir umdeilda afsögn frænda síns.<ref>{{Tímarit.is|1638094|Elísabet II Bretadrottning sextug: Með heiðri og sóma|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=10. ágúst 1986|blaðsíða=12-14}}</ref> Þó fór að bera á gagnrýni á hana árið 1957 í [[Súesdeilan|Súesdeilunni]], þegar [[Louis Mountbatten|Mountbatten lávarður]], frændi bæði Filippusar og Elísabetar, lét hafa eftir sér að drottningin væri á móti stríðsrekstri Breta í Egyptalandi. [[Anthony Eden]] forsætisráðherra, sem hafði átt frumkvæði að stríðinu, neyddist í kjölfarið til að segja af sér formennsku í [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokknum]] og Elísabet skipaði [[Harold Macmillan]] í embætti forsætisráðherra. Þegar Macmillan sagði síðan af sér sex árum síðar staðfesti Elísabet valið á aðalsmanninum [[Alec Douglas-Home]] sem eftirmanni hans, sem mörgum þótti ólýðræðislegt og leiddi til frekari gagnrýni á embætti Elísabetar.<ref name=ruv2016/>