„Elísabet 2. Bretadrottning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m lagaði stafsetningavillu
Lína 40:
Elísabet hafði átt í góðu sambandi við fyrsta forsætisráðherra sinn, [[Winston Churchill]], sem hrósaði henni fyrir sterkan persónuleika og hafði mynd af henni fyrir ofan rúm sitt á sveitasetri sínu síðustu árin. Samskipti hennar við [[Margaret Thatcher]], forsætisráðherra frá 1979 til 1990, voru með stirðara móti og Thatcher mun hafa sagt um Elísabetu við flokksfélaga sína: „Hún er ekki ein af okkur.“<ref name=dv2015/>
 
Á níunda og tíunda áratugnum var mikið fjallað í slúðurblöðum og öðrum fjölmiðlum um einkalífkynlíf barna Elísabetar og myndugleiki krúnunnar beið nokkurn hnekki fyrir vikið. Í frægri ræðu sem Elísabet hélt árið 1992 kallaði hún árið „[[annus horribilis]]“ („hræðilegt ár“ á latínu) og vísaði þar í ýmsa fjölskylduharmleiki sem þá stóðu yfir, meðal annars fráskilnað tveggja barna hennar ([[Anna Bretaprinsessa|Önnu]] og [[Andrés prins, hertoginn af York|Andrésar]]) frá mökum sínum og uppljóstranir um framhjáhald elsta sonar hennar, [[Karl Bretaprins|Karls krónprins]], á eiginkonu sinni, [[Díana prinsessa|Díönu prinsessu]].<ref name=sunnudagsmoggi>{{Tímarit.is|6020153|Drottningin skyldurækna|blað=[[SunnudagsMogginn]]|útgáfudagsetning=3. júní 2012|blaðsíða=32-35}}</ref>
 
Til þess að reyna að breyta ímynd konungdæmisins byrjaði drottningin að borga skatta í kjölfar hneykslismálanna og lét opna [[Buckinghamhöll]] fyrir almenningi í tvo mánuði á ári.<ref name=sunnudagsmoggi/> Karl og Díana hlutu lögskilnað árið 1996 og Díana lést með sviplegum hætti í bílslysi í París næsta ár. Fráskilnaður og dauði Díönu, sem hafði notið mikilla vinsælda og hafði þótt anda ferskum andvara á ímynd konungfjölskyldunnar á meðan þau Karl voru hjón, olli straumhvörfum í drottningartíð Elísabetar. Elísabet sýndi sína mannlegu hlið er hún minntist Díönu í sjónvarpsávarpi og vann sér aftur inn mikla velvild sem hún hafði glatað á undanförnum árum.<ref name=sunnudagsmoggi/>