„Björgvin Halldórsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
bætti við nafn
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Björgvin Helgi Halldórsson''' (stundum kallaður '''Bó Halldórs'''; f. 16. apríl 1951) er [[Ísland|íslenskur]] [[söngur|söngvari]], frægastur fyrir að syngja [[popp]]lög og [[ballaða|ballöður]] sem mörg hafa náð gríðarlegum vinsældum á Íslandi. Hann var valinn „poppstjarna ársins“ þann 1. október 1969.
 
Björgvin fæddist í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]]. Fyrsta hljómsveit hans var Bendix. Hann var þó ekki lengi í þeirri hljómsveit heldur tók við söngnum í ''Flowers'' þegar Jónas R. Jónsson hætti. Björgvin hefur síðan meðal annars verið plötusnúður og söngvari í [[Ævintýri (hljómsveit)|''Ævintýri'']], ''[[Brimkló]]'' og [[HLH-flokkurinn|''HLH-flokknum'']]. Á ferli sínum sem tónlistarmaður hefur hann flutt og hljóðritað mörg frumsamin lög sem og tökulög. Meðal þeirra eru sígild lög á borð við dúettinn ''Þú komst með jólin til mín'', ''Gullvagninn'' og ''Þó líði ár og öld''.
 
Árið 1995 var Björgvin framlag Íslands til [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1995|söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva]] þar sem hann flutti lagið [[Núna|''Núna'']]. Dóttir Björgvins, poppsöngkonan [[Svala Björgvinsdóttir|Svala Björgvins]], var svo [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2017|framlag]] Íslands árið 2017.