„Brennuöld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Martopa (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Bætti við tilvísun.
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
Brennuöldin kallast tímabilið 1625-1690, frá því fyrsti staðfesti brennudómurinn var kveðinn upp yfir Jóni Rögnvaldssyni á Meleyrum í Svarfaðardal og þar til síðasti brennudómurinn féll yfir Klemusi Bjarnasyni á alþingi árið 1690 (þeim dómi var þó aldrei framfylgt). Fyrsta galdramálið kom upp á Íslandi 1554 en það síðasta kom fyrir dómstól árið 1720.<ref>{{Bókaheimild|titill=Alþingisbækur Íslands I-X. Reykjavík 1912-1967.}}</ref> Áður en brennuöldin gekk formlega í garð höfðu þó þrjár konur verið brenndar á báli á Íslandi. Fyrsta brennan átti sér stað á Kirkjubæ á Síðu árið 1343 þegar nunna ýmist nefnd Katrín eða Kristín var brennd á báli því að hún "gefist hafði púkanum með bréfi" og einnig hafði hún "misfarið með guðs líkama og ... lagst með mörgum leikmönnum".<ref>{{Bókaheimild|titill=Storm 1888: Islandske annaler indtil 1578, s. 402}}</ref> Heimildir eru um að "tilberamóðir" hafi verið brennd á báli árið 1580 eins og fram kemur í Íslandslýsingu Resens (Resen 1991: Íslandslýsing. Safn Sögufélagsins 3. Reykjavík). Árið 1608 herma dómabækur að Guðrún Þorsteinsdóttir í Þingeyjarþingi hafi verið brennd á báli en hún hafði "brennt til dauðs barn Ólafs Jónssonar, var hún dæmd dræp og síðan brennd eptir dómi 1608".<ref>{{Bókaheimild|titill=Bogi Benediktsson á Staðarfelli 1881. Sýslumannaæfir I., s. 90; Annálar 1400-1800 I-VII. Reykjavík 1922-98.}}</ref> Af þessu má ráða að a.m.k. fjórar konur hafa verið brenndar á báli á Íslandi þó að einungis ein þeirra hafi verið líflátin á umræddu tímabili sem nefnt er brennuöldin.
 
Í doktorsritgerð [[Ólína Þorvarðardóttir|Ólínu Þorvarðardóttur]] árið 2001 kemur fram að 103 galdramál voru tekin fyrir í að minnsta kosti 152 málafærslum á alþingi á tímabilinu 1593-1720. Auk þess komu fjórum sinnum upp galdramál í Skálholtsskóla sem vörðuðu 22 skólapilta. Utan alþingis spruttu því upp 31 mál og heildarfjöldi galdramála á Íslandi er þannig a.m.k. 134 mál. Í dómabókum er að finna 25 staðfesta brennudóma. Ellefu líflátsdómar voru kveðnir upp fyrir galdur á alþingi á umræddu tímabili en tveimur þeirra var aldrei framfylgt. Fjórtán einstaklingar voru brenndir í héraði á sjálfri brennuöldinni, einn var hugsanlega líflátinn með öðru móti árið 1580, annar einstaklingur fyrir villutrú 1343 eins og fyrr segir og þriðja manneskjan var brennd fyrir barnsmorð 1608. {Bókaheimild|titill=Ólína Þorvarðardóttir 2001. Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík.}}</ref> {{Engar heimildir}}