„Harbin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
Bætti við mynd og lagaði myndatexta
Dagvidur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:远望会展_-_panoramio.jpg|alt=Mynd frá Harbin borg í Heilongjiang héraði í Kína.|thumb|450px|<small>Frá Harbin borg. Árið 2016 bjuggu þar um 10,6 milljónir íbúa.</small>]]
 
[[File:Harbin-location-MAP-in-Heilongjiang-Province-in-China.jpg|thumb|thumb|right|alt=Staðsetning Harbin borgar í Heilongjiang héraði í Kína.|<small>Staðsetning Harbin borgar í Heilongjiang héraði í Kína.</small>]]
 
[[Mynd:黑龙江省哈尔滨市龙塔_02.JPG|alt=Mynd af „Drekaturni“ Harbin sem er 336 metra hár sjónvarpsturn ríkissjónvarpsins í Heilongjiang (HLJTV).|thumb|<small>„Drekaturn“ Harbin er 336 m. hár sjónvarpsturn ríkissjónvarpsins í Heilongjiang.</small>]]
'''Harbin''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''哈尔滨''; [[Pinyin|rómönskun:]] Hā'ěrbīn)'', er höfuðborg og fjölmennasta borg [[Heilongjiang]] [[Héruð Kína|héraðs]] í norðausturhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð Norðaustur-Kína. Borgin er í suðurhluta héraðsins og situr við suðurbakka Songhua fljóts. Loftslagið er svalt, með köldum fjögurra til fimm mánaða vetrum sem geta farið niður í allt að −40 °C. Þá verður Harbin að hrífandi „ísborg“ með risastórum ísskúlptúrum. Íbúðafjölgun þessarar risaborgar hefur verið gríðarleg síðustu áratugi. Árið 2016 bjuggu þar um 10,6 milljónir íbúa.
== Staðsetning ==
[[Mynd:Harbin,_China,_and_vicinities,_near_natural_colors,_LandSat-5,_2010-09-22.jpg|alt=Gervihnattarmynd sem sýnir Harbin borg við Songhua fljót.|thumb|<small>Gervihnattarmynd: Harbin borg við Songhua fljót.</small>]]
Harbin er í suðurhluta Heilongjiang héraðs við suðausturjaðar Songnen-sléttunnar sem myndar stóran hluta Norðaustur hásléttu Kína (Mansjúríusléttunnar). Hún situr við suðurbakka Sungari (Songhua) fljóts, í bylgjóttu landslagi nema við fljótsbakkana sem hætt er við flóðum á lágum svæðum.
Lína 30:
== Efnahagur ==
[[Mynd:Nangang,_Harbin,_Heilongjiang,_China_-_panoramio_(8).jpg|alt=Mynd af háhraðalest við eina af lestarstöðvum Harbin.|thumb|<small>Háhraðalest við eina af lestarstöðvum Harbin.</small>]]
 
Jarðvegur við í Harbin, hin næringarríka „svarta mold“, gerir borgina og nágrenni að einu besta landbúnaðarsvæði Kína til ræktunar matvæla og vefiðnaðar. Fyrir vikið er í Harbin mikil framleiðsla hrávörukorns og þar er kjörinn staður fyrir landbúnaðarfyrirtæki.
Lína 45:
 
== Lýðfræði ==
[[Mynd:China_Heilongjiang_Harbin.svg|thumb|<small>Kort af legu '''Harbin borgar''' (dökkrautt) í [[Heilongjiang]] (ljósrautt) [[Héruð Kína|héraði]] í Kína.</small>]]
[[Mynd:Kitayskaya_Street.jpg|alt=Mynd frá Kitayskaya stræti í Harbin borg.|thumb|<small>Kitayskaya stræti í Harbin borg.</small>]]
Flestir íbúar Harbin eru Han-kínverjar (um 93 prósent). Meðal annarra þjóðarbrota eru Mansjú fólk (um 433.000), Kóreumenn (um 120.000), Hui (um 40.000), Mongólar og Rússar.
Lína 52:
 
== Menntun og vísindin ==
[[Mynd:Harbin_Institute_of_Technology_-_Main_Bldg.jpg|alt=Mynd sem sýnir rússneskt yfirbragð meginbyggingar hins virta Tækniháskóla Harbin.|thumb|<small>Rússneskt yfirbragð hins virta Tækniháskóla Harbin.</small>]]
Í borginni eru fjölmargar háskólastofnanir, og rannsóknarstofnanir.
Lína 63:
== Menning ==
[[Mynd:Smoked_Chinese_sausage.jpg|alt=Mynd sem sýnir Harbin pylsu, sem er dæmi um rússneskar og evrópskar rætur í matarhefð borgarinnar.|thumb|<small>Harbin pylsur eru dæmi um rússneska og evrópska matarhefð Harbin.</small>]]
 
[[Mynd:Harbin_Ice_Festival.jpg|alt=Mynd sem sýnir snjóskúlptúra Harbin borgar.|thumb|<small>Snjóskúlptúrar „ísborgarinnar“ Harbin.</small>]]
 
Harbin er mikil menningarborg, sérstaklega á sviði tónlistar. Sinfóníuhljómsveit borgarinnar sem var stofnuð árið 1908 er elsta sinfóníuhljómsveit Kína. Þar var einnig fyrsti tónlistarskóli Kína stofnaður árið 1928. Árlega hefja þúsundir kínverskra ungmenna tónlistardrauma í borginni. Í borginni er haldin þekkt tónlistarhátíð á hverju sumri.
Lína 75:
Matarmenning Harbin samanstendur af evrópskum réttum og norður-kínverskum réttum sem einkennast af þungum sósum og djúpsteikingu. Rússneskar og evrópskrar rætur borgarinnar koma einnig fram í matarhefðinni. Dæmi um það er Harbin pylsan, en það er reykt bragðmikil rauð pylsa sem svipar til þýskra pylsa. Brauðgerð borgarinnar tekur einnig mið af rússneskri brauðgerð.
 
[[Mynd:Harbin_Grand_Theatre_Pano_201609.jpg|alt=Mynd af Óperuhöllinni í Harbin borg.|miðja|thumb|500x500dp|<small>Óperuhöllin í Harbin borg</small>]]
== Samgöngur ==
 
[[Mynd:Chinese_Eastern_Railway-en.svg|alt=Teikning sem sýnir járbrautarkerfi Norðaustur-Kína.|thumb|<small>Járbrautarkerfi Norðaustur-Kína.</small>]]
 
Harbin er svæðisbundin miðstöð land-, vatns- og flugsamgangna. Þétt net þjóðvega tengir Harbin við nálægar borgir og hraðbrautir teygja sig norðvestur til Daqing svæðisins og austur að Yaboli vetrarskíðamiðstöðinni.