„Snorri Björnsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Carettu (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 5:
Árið [[1757]] fékk Snorri Húsafell og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var lítill búmaður og komst því aldrei í miklar álnir en hann var góður smiður og fékkst töluvert við smíðar. Hann var líka sagður afar sterkur og er enn hægt að sjá á Húsafelli [[kvíar]] sem hann hlóð og aflraunasteininn sem sagt er að hann hafi reynt krafta sína og annarra á, [[Kvíahellan|Kvíahelluna]], sem er 180 kíló.
 
Fljótlega eftir að Snorri flutti að vestan lagðist á það orð að hann væri [[galdur|fjölkunnugur]] og hefði numið galdur af [[Hornstrandir|Hornstrandamönnum]], en galdraorð lá löngum á mörgum Vestfirðingum. Var oft leitað til Snorra að liðsinna fólki sem taldi sig verða fyrir ásókn drauga og gekk honum oft vel að telja í það kjark og „lækna“ það og trúðu þá margir því að hann hefði kveðið niður draugana. Var sagt að hann hefði kveðið niður sjötíu eða áttatíu draugdrauga á Húsafelli, ýmist í [[Draugarétt]] eða [[Draugagil (Húsafelli)|Draugagil]]i. Hann var talinn [[kraftaskáld]] en litlum sögum fer þó af ljóðagerð hans á yngri árum. Þegar hann tók að reskjast fór hann að yrkja, oft undir fornum og flóknum [[bragarháttur|bragarháttum]], en ljóð hans eru lítið við hæfi nútíðarmanna. Hann samdi líka [[leikrit]], gleðileikinn ''[[Sperðill (leikrit)|Sperðil]]'', og er það elsta íslenska leikrit sem varðveitt er.
 
Snorri átti þrjá syni og fjórar dætur sem upp komust. Björn sonur hans lærði til prests og varð aðstoðarprestur föður síns [[1789]] en varð að láta af embætti ári síðar vegna veikinda og dó [[1797]]. Þá vígðist séra Jón Grímsson að Húsafelli en Snorri bjó þar áfram og messaði öðru hverju fram yfir nírætt. Afkomendur hans búa enn á Húsafelli.