„Ríma“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thorsteinn1996 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Flestir vita að rímur er fleirtala...
Lína 3:
[[Mynd:Flateyjarbokin 2022-06-15 at 22.30.38.png|alt=Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók|thumb|[[Ólafs ríma Haraldssonar]] í [[Flateyjarbók]] (GKS 1005 fol.)]]
[[Mynd:Andrarímur.ogg|thumb|[[Andrarímur|Rímur af Andra jarli]] eftir séra [[Hannes Bjarnason]] (1777-1838) og [[Gísli Konráðsson|Gísla Konráðsson]] (1787-1877). Kjartan og Margrét Hjálmars börn kveða.]]
'''Ríma''', eða '''rímur''' (fleirtala) eru alíslenskur [[Söguljóð|epískur]] kveðskapur sem var órjúfanlegur þáttur í íslensku menningarlífi frá miðöldum (14. öld) alveg fram á miðja 20. öld. Rímur eru ortar undir sérstökum bragarháttum, sem kallast rímnahættir, og samanstendur hver ríma yfirleitt af nokkrum tugum erinda. Rímur eru vanalega nokkrar saman, og kallast þá rímnaflokkur og eru ein samhangandi frásögn en hver ríma eins og einn kafli í sögu. Yrkisefni eru oftast sögur af köppum úr [[Fornaldarsögur|Fornaldarsögum Norðurlanda]], [[Riddarasögur|riddarasögum]] eða [[Ævintýri|ævintýrum]] en síður úr efni [[Noregskonungasagna]] og [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]].
 
Hver ríma er ort undir sama bragarhætti, en yfirleitt er breytt um bragarhátt á milli rímna í rímnaflokki. Hver ríma byrjar vanalega á [[Mansöngur|mansöng]], þar sem skáldið notar nokkrar vísur til þess að afsaka hvað hann sé lélegt skáld en voni samt að kvenþjóðin kunni að meta kveðskap hans. Eftir það kemur frásögn rímunnar í nokkrum tugum erinda, og gjarnan er síðasta erindi rímunnar haft dýrar kveðið en hinar, til dæmis með meira innrími.