„Þýsku riddararnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Reglan var stofnuð í borginni [[Akkó]] í Landinu helga í lok [[miðaldir|miðalda]] og gegndi mikilvægu hlutverki í ríkjum krossfaranna um skeið. Eftir að kristnir menn hröktust frá [[Miðausturlönd]]um fluttist reglan til [[Transylvanía|Transylvaníu]] árið [[1211]] og aðstoðaði þar [[Ungverjaland|Ungverja]] við að verjast árásum úr austri. Þaðan var hún þó rekin með valdi árið [[1225]], að sögn vegna þess að riddararnir vildu eingöngu lúta valdi páfa en ekki Ungverja.
[[Mynd:Teutonic Order 1410.png|thumb|left|Ríki Þýsku riddaranna á hátindi sínum árið 1410.]]
Eftir það einbeittu Þýsku riddararnir sér að [[baltneskir Prússar|baltnesku Prússunum]], sem bjuggu við suðaustanvert [[Eystrasalt]]. Þeir voru enn [[Heiðni|heiðnir]] og það voru [[Eystrasaltslöndin]] einnig að hluta. Þýsku riddararnir fóru í [[krossferð]], lögðu land baltnesku Prússanna undir sig og stofnuðu þar eigin ríki, sem var kallað ''[[Ríki Þýsku riddaranna|Deutschordensland]]'' eða einfaldlega Prússland. [[Sverðbræður|Sverðbræðrareglan]], sem réði yfir hluta [[Lífland]]s, sameinaðist Þýsku riddurunum árið [[1237]] og reglan lagði svo allt Lífland undir sig.
 
Þann [[1. nóvember]] [[1346]] keypti reglan hertogadæmið [[Eistland]] af [[Valdimar atterdag]] Dankonungi. Þá náði ríki Þýsku riddaranna yfir alla austanverða strönd Eystrasalts, frá [[Prússland]]i norður til Eistlands. Oft kom þó til [[uppreisn]]a gegn þeim og þeir áttu í skærum við konunga [[Pólland]]s og [[stórhertogadæmið Litháen]]. Eftir að Litháar, síðasta heiðna þjóð Evrópu, tóku kristni [[1387]] má segja að tilgangi reglunnar hafi verið náð og hún hafði ekki lengur fyrir neinu að berjast. Hún hélt þó áfram starfsemi, réði yfir víðáttumiklum löndum og var stórauðug.