„Helgi magri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Minniháttar
VioletRedBlue (spjall | framlög)
Hólmasól
Lína 7:
Helgi var fæddur á [[Írland]]i. Eyvindur og Rafarta létu Helga í fóstur í [[Suðureyjar|Suðureyjum]] þegar hann var barn að aldri en þegar þau komu að sækja hann tveimur vetrum seinna hafði hann verið sveltur svo að þau þekktu hann ekki. Eftir það var hann kallaður Helgi magri. Hann varð virðingarmaður mikill er hann fullorðnaðist. Hann kvæntist [[Þórunn hyrna|Þórunni hyrnu]], dóttur [[Ketill flatnefur|Ketils flatnefs]], og áttu þau mörg börn.
 
Helgi hafði tekið kristni en var blendinn í trúnni og hét á [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]] til sjófara og harðræða. Hann ákvað að fara til Íslands með konu sína og börn og nema þar land. Þegar hann sá til lands hét hann á Þór að vísa sér til lands og sigldi síðan norður um land og inn í Eyjafjörð. ogHelgi tók land á [[Árskógsströnd]]. Helgi lenti við Galtarhamar, sem nú heitir festakletturFestarklettur, við Bíldsá, sem nú kallast Kaupangur. Hann hafði þar vetursetu, þar sem gott útsýni er yfir fjörðinn. Svo fór að Helgi settist að á Kristnesi, kannskisennilega vegna jarðhita og nam allan Eyjafjörð. Sagt er að þegar hann flutti með fjölskyldu sína, hafi Þórunn kona hans orðið léttari í Þórunnareyju í námunda við það sem Bíldsá rennur í [[Eyjafjarðará]] og þar hafi hún alið dóttur sem kölluð var Þorbjörg hólmasól, enda alin við hólma árinnar.
 
Þar sem landnám Helga var mjög stórt fengu margir landnámsmenn sem síðar komu land hjá honum, auk þess sem börn hans og aðrir ættingjar fengu hluta af landnámi hans.