„Galaxian“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Galaxian_-_mnactec.JPG|thumb|right|Galaxian-spilakassi]]
'''Galaxian''' er [[tölvuleikur]] sem [[Namco]] þróaði og gaf út í [[Japan]] í október [[1979]]. Leikurinn átti að veita [[Space Invaders]] frá [[Taito]] samkeppni. Líkt og í Space Invaders stýrir leikmaður geimskipi neðst á skjánum og getur fært það til hægri eða vinstri. Ofan við það eru raðir af geimverðumgeimverum sem færast taktfast neðar á skjáinn og varpa sprengjum á geimskip leikmannsins. Helsta nýjung leiksins var að með vissu millibili steypa geimverurnar sér niður að geimskipi leikmannsins sem gerði leikinn erfiðari en í Space Invaders. Leikurinn var einn þeirra fyrstu sem nýttu sér [[litaskjár|litaskjá]] til hins ýtrasta með marglitum [[kviki|kvikum]] og sprengingum, bakgrunnstónlist og stjörnuhiminn í bakgrunni sem rúllar upp eftir skjánum. Leikurinn sló í gegn og tveimur árum síðar gaf Namco út framhaldsleikinn [[Galaga]] sem náði líka miklum vinsældum.
 
{{stubbur}}