„Skógarþröstur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
flokkun
Baunum (spjall | framlög)
Bætti við umfangsmeiri lýsingum á útbreiðslu, kjörlendi og útlitseinkennum sem byggja að mestu á upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Lína 19:
[[Mynd:Redwing nest.jpg|left|thumb|300px|Þrastarhreiður á [[Þingvellir|Þingvöllum]]. Skógarþrestir verpa oft á jörðu.]]
Skógarþrösturinn lifir aðallega á [[skordýr]]um og [[ormur|ormum]] á varptímanum en á öðrum tímum árs lifir hann mikið á [[ber]]jum og [[fræ]]jum. [[Hreiður]] þrasta eru oftast í runnum eða á jörðu. Þeir safnast oft saman í stóra hópa að haust- og vetrarlagi. Skógarþrestir verpa sjaldan í [[Bretland]]i og á [[Írland]]i en algengt er að þeir hafi þar vetursetu. Hann er að mestu leyti [[farfugl]] en á [[Ísland]]i heldur stór hópur þeirra til allt árið.
 
== Útlitseinkenni ==
Skógarþröstur er meðalstór spörfugl, móbrúnn að ofan á höfði, baki, vængjum og stéli en ljósgulur og hvítur að framan með dökkbrúnum rákum og blettum á bringu. Áberandi eru kremhvítu rákirnar ofan við augun og rauðbrúnu hliðarnar. Goggurinn er gulleitur með dökkum brodd. Fæturnir eru eru ljósbrúnir að lit.
 
Meðallengd skógarþrasta er um 20-24 cm og breidd vænghafs milli 33 og 35 cm. Þyngd er milli 50 og 75 g. Sú deilitegund skógarþrasta sem finna má á Íslandi er í stærri kantinum.
 
== Útbreiðsla og kjörlendi ==
Skógarþröstur verpur í Evrópu og Asíu, langleiðina til Kyrrahafs. Varpsvæði skógaþrasta ná frá Íslandi og Skotlandi (vestustu mörk), og austur um Skandinavíu, Eystrasaltið og Rússland um það bil að 165°E. Undanfarin ár hafa útbreiðslumörk tegundarinnar stækkað aðeins, bæði í Austur Evrópu þar sem skógarþrösturinn verpur nú í norðurhluta Úkraínu, og einnig á suðurhluta Grænlands þar sem tegundin nam land árin 1990-1991<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=The Birds of the Western Palearctic Concise Edition|höfundur=Snow, D. W. & Perrins, C. M.|ár=1998|ISBN=ISBN 0-19-854099-X.}}</ref><ref name=":1">{{Bókaheimild|titill=Handbook of the Birds of the World Vol. 10.|höfundur=del Hoyo, J.|ár=2005|ISBN=ISBN 84-87334-72-5.|höfundur2=Elliott, A., & Christie, D., eds.}}</ref>.
 
Skógarþröstur er algengur á Íslandi og er útbreiddur á láglendi um land allt<ref name=":2">{{Vefheimild|url=https://www.ni.is/biota/animalia/chordata/aves/passeriformes/skogarthrostur-turdus-iliacus|titill=Skógarþröstur (Turdus iliacus)|höfundur=Kristinn Haukur Skarphéðinsson|útgefandi=Náttúrufræðistofnun Íslands|mánuður=Október|ár=2018|mánuðurskoðað=Júní|árskoðað=2022|safnár=2017}}</ref>. Skógarþröstur er að mestu farfugl og fer til Vestur-Evrópu á haustin, mest til Bretlands, Írlands, Frakklands og Pýreneaskaga<ref>{{Vefheimild|url=https://fuglavefur.is/birdinfo.php?val=1&id=3|titill=Skógarþröstur|höfundur=Jóhann Óli Hilmarsson|útgefandi=Fuglavefur|mánuðurskoðað=Júní|árskoðað=2022}}</ref>. Veturseta fer þó vaxandi og sjást nú þúsundir fugla í árlegum vetrarfuglatalningum Náttúru­fræðistofnunar, einkum í þéttbýli suðvestanlands <ref name=":2" />.
 
Skógarþröstur er láglendisfugl og verpur þéttast í skógvistum, 46,4 pör/km², lúpínu, 21 par/km², og ræktarlandi, 9,1 par/km² <ref>{{Bókaheimild|titill=Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Nr. 55. 295 s.|höfundur=Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl.|ár=2016|url=http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_55.pdf}}</ref>. Mesti varpþéttleiki skógarþrasta sem mælst hefur á Íslandi er í birkiskógi á Héraði á Austurlandi (373 pör/km²) og í blönduðu gróðurlendi í Fossvogskirkjugarði (369 pör/km²)<ref>{{Bókaheimild|titill=Skógvist: Mófuglar og skógfuglar á Héraði 2002|höfundur=Nielsen, Ó. K.|ár=2003|útgefandi=Náttúrufræðistofnun Íslands}}</ref><ref>{{Bókaheimild|titill=Breeding biology of Icelandic thrushes|höfundur=Hulda Elísabet Harðardóttir|útgefandi=Háskólaprent|ár=2019}}</ref>. Þessar mælingar á varpþéttleika skógarþrasta á Íslandi eru jafnframt þær hæstu í heimi.
 
== Flokkunarfræði ==
Tegundinni var fyrst lýst af Carl Linnaeus í 10.útgáfu af flokkunarriti hans Systema Naturae árið 1758 undir sama tegundanafni (''Turdus iliacus'')<ref>{{Bókaheimild|titill=Systema naturae per regna tria naturae, secundum classes, ordines, genera, species, cum characteribus, differentiis, synonymis, locis. Tomus I. Editio decima, reformata (in Latin). Holmiae. (Laurentii Salvii). p. 168.|höfundur=Linnaeus, Carl|ár=1758}}</ref>
 
Meðal skógarþrasta finnast tvær undirtegundir:<ref name=":0" /><ref name=":1" />
 
* ''Turdusi liacus sp. iliacus'', sem lýst var af Carl Linnaeus og verpur á meginlandi Evrasíu.
* ''Turdus iliacus sp. coburni'', sem verpur á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Einstaklingar þessarar undirtegundar eru aðeins stærri og dekkri en aðrir skógarþrestir.
 
== Heimild ==