„Veraldarvefurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 2:
'''Veraldarvefurinn''' eða '''Vefurinn''' (skammstafað '''WWW''' eftir enska heitinu ''World Wide Web'') er kerfi með tengdum skjölum, oftast [[HTML]]-skjölum, sem finna má á [[Internet|Internetinu]]. Með [[netvafri|netvafra]] getur vefnotandi skoðað [[vefsíða|vefsíður]] sem innihalda [[tengill|tengla]] á [[texti|texta]], [[hljóð]], [[mynd]]ir og [[kvikmynd|kvikmyndir]]. Vefurinn var hannaður 1989 af Bretanum [[Tim Berners-Lee]] sem vann þá hjá [[CERN]] í [[Genf]] og kynntur almenningi árið 1991.
 
Veraldarvefurinn er [[upplýsingasvæði]] sem birtir alls kyns skjöl í gegnum vefsíður með [[tengitexti|tengitexta]] samkvæmt HTML-staðlinum, þar sem vefsíður og ýmirýmis önnur [[vefúrræði]] eru tengd saman með tenglum sem vísa í [[netslóð]]ir þeirra. Skjölin eru ýmist birt í netvafra notenda eða margmiðlunarforritum. [[Vefforrit]] eru vefir sem virka eins og [[notendahugbúnaður]] og dæmi eru um vefsíður sem virka sem [[skrifstofuhugbúnaður]], [[myndvinnsluforrit]] og [[tölvupóstforrit]]. Vafrar eru algengasti hugbúnaðurinn sem notaður er til að [[vafr]]a um Veraldarvefinn, en síðustu ár hefur notkun sérhæfðra notendaforrita til að nota tiltekna vefi farið vaxandi. [[Samfélagsmiðill|Samfélagsmiðlar]] eru til dæmis hannaðir sem [[vefþjónusta]] sem birtist meðal annars sem vefsíður, en líka sem ýmsar gerðir [[smáforrit]]a.
 
Skyld vefúrræði sem birtast undir sama [[lén (tölvunarfræði)|léni]] mynda oft einn [[vefur (tölvunarfræði)|vef]]. Vefir eru geymdir og birtir af [[vefþjónn|vefþjónum]] sem keyra á [[netþjónn|netþjóni]]. Netvafrar og önnur forrit sem birta upplýsingar af Veraldarvefnum nota [[HTTP]]-samskiptastaðalinn til að eiga samskipti við vefþjóna.