„Ríma“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
Fyrstu þekktu rímurnar eru frá síðari hluta miðalda og mun elsta ríman vera [[Ólafs ríma Haraldssonar]], frá seinni hluta 14. aldar, sem varðveist hefur í [[Flateyjarbók]] (GKS 1005 fol.). Þá hafa um 80 rímnaflokkar varðveist sem ortir voru fyrir árið 1600.
 
Mikilvægustu handrit sem varðveita rímnaflokka fyrri alda eru handrit á borð við [[Kollsbók]] (Codex Guelferbytanus) frá 15. öld og [[Staðarhólsbók rímna]] (AM 605 4to), frá 16. öld.
 
Rímurnar færðust mjög í aukana sem bókmenntagrein er frá leið miðöldum, og íslensk skáld ortu flestar þær sem til eru á 17., 18. og 19. öld. Um miðja 19. öld, eftir að [[Jónas Hallgrímsson]] ritaði mjög harðorðan ritdóm í [[Fjölnir (tímarit)|Fjölni]], fóru þær að komast úr tísku og lentu smám saman á jaðri bókmenntanna.