„Ríma“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thorsteinn1996 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Thorsteinn1996 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 14:
 
== Flutningur rímna ==
Rímur eru yfirleitt kveðnar af einum kvæðamanni í senn. Flutningur eða framsaga hefur ávallt verið mjög mikilvægur þáttur í listformi rímna og án hans er einungis hálf sagan sögð. Þegar flutningur fer fram heitir það jafnan ''að kveða'' og eru notaðar ákveðnar ''[[Stemma|stemmur]]'' við rímurnar og þær sungnar. Við sönginn lifna rímurnar við og séu þær sungnar af góðum og þróttmiklum kvæðamönnum er von á glæsilegri skemmtun fyrir þá sem hlýða á.
 
Annað einkenni á flutningi kvæðamanna var að ''draga seiminn''. Það fólst í því að kvæðamenn hægðu á flutningi sínum í enda hverrar stemmu oft með fremur skrautlegum hætti.