„Svartidauði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 14:
Elsta dæmið um faraldur sem talinn er hafa verið af völdum Yersinia pestis er drepsótt sem gekk um [[Býsans]] á 6. öld og barst þaðan til ýmissa hafnarborga við [[Miðjarðarhaf]] en fátt er vitað um frekari útbreiðslu hennar. Hún tók sig nokkrum sinnum upp aftur á næstu öldum en eftir miðja 8. öld virðist engin meiri háttar drepsótt hafa gengið um Evrópu fyrr en Svarti dauði gekk um miðja 14. öld. Farsóttin var kölluð „[[plága]]“ en það voru einnig margir aðrir sjúkdómar kallaðir á þessum tíma.
 
Rannsóknir á [[DNA]] í [[tönn|tönnum]] [[beinagrind|beinagrinda]] hafa sýnt að sýkillinn fannstvar í tönnum beinagrinda í [[Kirgistan|Kyrgyzstan]] í [[Mið-Asía|Mið-Asíu]] frá um [[1338]] og [[1339]] en vísindamenn rannsökuðu erfðaefni þaðan vegna þess að mikil aukning var í [[greftrun|greftrunum]] þar milliþessi [[1338]] og [[1339]]ár og áletranir á legsteinum frá þessum tíma greina frá að fólk hafi látist af óþekktri drepsótt.<ref>{{Cite journal|last=Spyrou|first=Maria A.|last2=Musralina|first2=Lyazzat|last3=Gnecchi Ruscone|first3=Guido A.|last4=Kocher|first4=Arthur|last5=Borbone|first5=Pier-Giorgio|last6=Khartanovich|first6=Valeri I.|last7=Buzhilova|first7=Alexandra|last8=Djansugurova|first8=Leyla|last9=Bos|first9=Kirsten I.|date=2022-06-15|title=The source of the Black Death in fourteenth-century central Eurasia|url=https://www.nature.com/articles/s41586-022-04800-3|journal=Nature|language=en|pages=1–7|doi=10.1038/s41586-022-04800-3|issn=1476-4687}}</ref>
 
Pestin er oftast talin upprunnin í [[Mið-Asía|Mið-Asíu]] og hefur borist þaðan yfir gresjurnar með kaupmönnum. Aðrar tilgátur hafa þó komið fram um upprunann og hefur Norður-Indland verið nefnt til og Afríka einnig. Hvað sem því líður var pestin á miðöldum landlæg í nagdýrum í Mið-Asíu og barst þaðan bæði til austurs og vesturs með kaupmönnum eftir [[Silkivegurinn|Silkiveginum]].