„Julius Nepos“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 21:
Julius Nepos var útnefndur keisari vestrómverska ríkisins snemma árs 474 af austrómverska keisaranum [[Leó 1. (keisari)|Leó 1.]]. Nepos var kvæntur frænku Leós en var einnig sjálfur frændi landstjórans í Dalmatíu og fékk því viðurnefnið Nepos – „frændi“. Leó vildi losna við vestrómverska keisarann [[Glycerius]], sem hann taldi valdaræningja. Glycerius hafði verið valinn keisari af ráðamönnum í Búrgúnd en sem austrómverski keisarinn átti Leó einn lögrétt til að skipa vestræna hliðstæðu sína.
 
Julius Nepos tók einnig við af frænda sínum, Marcellinusi, sem landstjóri Dalmatíu eftir að hann var myrtur á Sikiley. Dalmatía var formlega séð hluti af vesturríkinu en hafði í reynd verið sjálfstæð frá valdatöku Marcellinusar. Í júní 474 kom Nepos til Ravenna, neyddi Glycerius til að segja af sér og settist sjálfur á valdastól. Nepos þyrmdi lífi Glyceriusar og skipaði hann biskup í Salónu. Nepos réð í stuttan tíma yfir öllu sem eftir var af vesturríkinu, þ. á. m. Dalmatíu og því sem eftir var af rómversku [[Gallía|Gallíu]].
 
==Valdarán og valdatíð í Dalmatíu==