„Mahatma Gandhi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 36:
Eftir að Gandhi varð ítrekað fyrir barðinu á kynþáttamisrétti og vitni að kynþáttafordómum og óréttlæti í garð Indverja í Suður-Afríku, íhugaði hann stöðu sína í samfélaginu. Á meðan uppreisn [[Zulu]]manna stóð skipulagði Gandhi eina af fáum heilsugæslum sem þjónuðu svörtum Suður-Afríkubúum. Í kveðjuhófi sem haldið var honum til heiðurs, þegar samningur hans var á enda runninn og Gandhi við það að fara heim, sá hann frétt þess efnis að til stæði að afnema atkvæðisrétt Indverja í Natal. Gandhi framlengdi dvöl sína í Suður Afríku með það fyrir augum að vinna gegn þessum áformum. Hann stofnaði Þing Indverja í Natal 1894.
 
Í [[Seinna Búastríðið|seinna Búastríðinu]] 1899-1902, ályktaði Gandhi sem svo, að Indverjar þyrftu að styðja stíðsreksturinn svo þeir ættu lögmætt tilkall til borgararéttinda í Suður-Afríku. Hann skipulagði sjúkrabílaþjónustu með 300 indverskum sjálfboðaliðum og 800 starfsmönnum. Þrátt fyrir stuðning Indverja við stríðsreksturinn bættist hagur þeirra ekki að loknu stríði. Frá 1906, þegar stjórnvöld í Transvaal komu á nýjum lögum um skráningu Indverja, stóð sjö ára stríð sem byggði á friðsamlegum mótmælum (hvar fjöldi Indverja, Gandhi þar með talinn, var tekinn höndum eða jafnvel skotinn fyrir að neita að skrá sig), verkföllum eða að brenna skráningarskírteinin. Að endingu sömdu suðurafrísk stjórnvöld við Gandhi.
 
== Indland ==