„Sögn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
MerlIwBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: Fjarlægi uk:Легенда (літ.) (deleted)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
: ''Sögn getur líka þýtt [[sagnorð]]''
[[Mynd:Vlad_Tepes_002Vlad Tepes 002.jpg|thumb|right|[[Vlad Tepes]] er dæmi um sögulega persónu sem er viðfangsefni fjölda sagna.]]
'''Sögn''' er [[frásögn]] sem segir frá [[saga|sögulegum]] viðburðum og atvikum og bæði sögumaður og áheyrendur upplifa sem [[sennileiki|raunsanna]] þótt hún byggist oftast nær á hefðbundnum [[sagnaminni|sagnaminnum]]. [[Kraftaverk]] og aðrir yfirnáttúrulegir atburðir sem eiga sér stað í sögnum eru þannig settir fram sem eitthvað sem raunverulega á að hafa gerst, ólíkt því sem gerist í [[ævintýri|ævintýrum]]. [[Sögutími]] sagna er mjög mismunandi. Þannig segja fornsagnir frá atburðum sem gerðust fyrir langa löngu, eins og [[dýrlingasagnir]], sagnir um [[Artúr konungur|Artúr konung]], [[William Tell]] og [[Hrói Höttur|Hróa Hött]], meðan samtímasagnir segja frá nýliðnum atburðum og nafngreindu fólki sem áheyrendur hafa jafnvel þekkt eða þekkja til. [[Flökkusögn|Flökkusagnir]] eru sögur sem ferðast milli staða og breytast eftir nýju samhengi. Dæmi um nútímaflökkusagnir eru sagan um köngulóna í jukkunni og köttinn í örbylgjuofninum, sem eru algengar víða um heim en birtast í ólíkum myndum.