„Georgíj Malenkov“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 21:
Malenkov fæddist í iðnaðarbænum Orenburg.<ref name=falkinn>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4369796 „Georgij Malenkov“], ''Fálkinn'', 37. tölublað (02.10.1953), bls. 4.</ref> Faðir hans var embættismaður [[Rússneska keisaradæmið|rússnesku keisarastjórnarinnar]].<ref name=falkinn/> Hann lauk stúdentsprófi þegar hann var 17 ára og gekk síðan í verkfræðiskólann í Sankti Pétursborg. Þegar Malenkov var á aldri til að byrja herþjónustu árið 1917 braust [[októberbyltingin]] á og Malenkov gekk í lið með Bolsévikum þegar ljóst var að [[Bolsévikar]] myndu sigra. Árið 1920 gekk Malenkov í [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéska kommúnistaflokkinn]]. Eftir að hafa gegnt tveggja ára þjónustu í [[Rauði herinn|rauða hernum]] á meðan á [[Rússneska borgarastyrjöldin|rússnesku borgarastyrjöldinni]] stóð lauk Malenkov við verkfræðipróf í verkfræðiskólanum í Moskvu.<ref name=falkinn>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4369796 „Georgij Malenkov“], ''Fálkinn'', 37. tölublað (02.10.1953), bls. 4.</ref>
 
Malenkov komst til áhrifa innan sovésku stjórnarinnar þökk sé persónusambandi sínu við [[Vladímír Lenín]]. Árið 1925 var honum falin umsjá yfir skjalasafni sovéska kommúnistaflokksins. Í því embætti kynntist hann Stalín, sem var þá orðinn eiginlegur leiðtogi Sovétríkjanna. Vegna kynna sinna við Stalín tók Malenkov þátt í [[Hreinsanirnar miklu|hreinsununum miklu]]. Í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]] var Malenkov gerður ábyrgur fyrir þróun sovéskra eldflauga. Hann var jafnframt ábyrgur fyrir því að flytja sovésku hergagnaframleiðsluna á öruggari staði austan við Úralfjöll þegar Þjóðverjar sóttu fram inn í Rússland.<ref name=falkinn/> Hann fór jafnframt fyrir framleiðslu á skriðdrekum, flugvélum, skotfærum og öðrum vopnum.<ref name=falkinn/> Frá 1946 til 1947 var hann formaður sérstakrar nefndar um eldflaugatækni. Malenkov komst síðar í náðir hjá Stalín með því að draga úr áhrifum marskálksins [[Georgíj ZhukovZhúkov]] og tala niður hróður borgarinnar [[Sankti Pétursborg|Leningrad]] svo [[Moskva]] héldi ímynd sinni sem hin eina menningarlega og pólitíska höfuðborg Sovétríkjanna.<ref>[http://www.bbc.co.uk/history/worldwars/wwtwo/leningrad_betrayal_01.shtml Stalin and the Betrayal of Leningrad]</ref>
 
Eftir að Stalín lést þann 5. mars 1953 tók Malenkov tímabundið við af honum bæði sem flokksleiðtogi og sem formaður ráðherraráðsins (þ.e.a.s. forsætisráðherra). Miðstjórn flokksins vildi ekki að of mikil völd söfnuðust í höndum neins eins manns eftir dauða Stalíns og því neyddist Malenkov til þess að láta af stjórn flokksins þann 14. mars. Hann var þó áfram forsætisráðherra og réði þar með mestu um stefnumál ríkisins þar til honum var bolað frá völdum af [[Nikita Krústsjov]], sem var þá orðinn aðalritari flokksins. Malenkov skipulagði misheppnað valdarán gegn Krústsjov árið 1957 og var í kjölfarið rekinn úr miðstjórn flokksins, sendur í útlegð til [[Kasakstan]] og síðan alfarið rekinn úr flokknum í nóvember árið 1961. Malenkov settist formlega í helgan stein stuttu síðar. Eftir stutta dvöl í Kasakstan sneri hann aftur til Moskvu og lét lítið fyrir sér fara það sem hann átti eftir ólifað.