„Bókaútgáfan Iðunn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar Usernameunique (spjall), breytt til síðustu útgáfu Navaro
Ociter (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bókaútgáfan Iðunn''' er [[Ísland|íslenskt]] [[bókaútgáfa|bókaforlag]] sem var stofnað [[1945]] af [[Valdimar Jóhannsson - bókaútgefandi|Valdimar Jóhannssyni]], og starfaði sjálfstætt allt til ársins [[2000]] en er nú hluti af [[Forlagið|Forlaginu]].
 
Iðunn gaf út mikinn fjölda bóka, bæði undir heiti Iðunnar og undirforlaganna [[Hlaðbúð]]ar, [[Skálholt (bókaútgáfa)|Skálholts]] og [[Draupnisútgáfan|Draupnisútgáfunnar]]. Það hafði framan af aðsetur á Skeggjagötu en frá því um 1975 á Bræðraborgarstíg 16. Útgáfubækur forlagsins voru af öllu tagi, frá fræðiritum til þýddra reyfara, og á meðal þeirra höfunda sem forlagið gaf út voru [[Alistair MacLean]], en spennusögur hans voru mest seldu bækur landsins ár eftir ár á 7. og 8. áratug 20. aldar, og [[Enid Blyton]], sem var í svipaðri stöðu hvað barnabækur varðaði. Þekktasta útgáfuverk Iðunnar er þó vafalítið bókaflokkurinn [[Aldirnar]], en fyrsta bókin í þeim flokki, ''Öldin okkar 1901-1930'', kom út árið 1950 og sú nýjasta, ''Öldin okkar 1996-2000'', kom út árið 2010, réttum 60 árum síðar.