„Júra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
{{aðgreiningartengill|Júra (aðgreining)|Júra}}
[[Mynd:Europasaurus_holgeri_Scene_2.jpg|thumb|right|Ýmsar tegundir af risaeðlum voru uppi á Júratímabilinu.]]
'''Júra''' er [[jarðsögulegt tímabil]] sem nær frá endalokum [[Tríastrías]] fyrir 201,3 milljón árum til upphafs [[Krítartímabilið|Krítar]] fyrir 146 milljón árum. Eins og með önnur jarðsöguleg tímabil eru [[jarðlög]]in sem marka upphaf og endi júratímabilsins vel skilgreind en nákvæmum [[aldursgreining]]um skeikar sem nemur 5 til 10 milljónum ára. Júra er miðtímabil [[Miðlífsöld|miðlífsaldar]] og er betur þekkt sem tímabil [[risaeðlur|risaeðlanna]]. Upphaf tímabilsins miðast við [[trías-júrafjöldaútdauðinn|trías-júrafjöldaútdauðann]]. Tveir aðrir fjöldaútdauðaatburðir áttu sér stað á tímabilinu; [[thouars-útdauðinn]] fyrir um 183 milljón árum og [[tíþóníum|tíþónútdauðinn]] undir lok tímabilsins.
 
Nafngiftin júra kemur frá [[Alexandre Brogniart]] eftir miklum [[sjávarkalksteinslög]]um í [[Júrafjöll]]um þar sem [[Þýskaland]], [[Frakkland]] og [[Sviss]] mætast. Í upphafi Júratímabilsins hóf risameginlandið [[Pangea]] að brotna upp í [[Gondvana]] í suðri og [[Lárasía|Lárasíu]] í norðri. Við þetta urðu til fleiri strendur og loftslagið varð rakt svo margar af eyðimörkum Tríastímabilsins voru þaktar [[regnskógur|regnskógum]]. Dýralíf Tríastímabilsins sem einkenndist af [[frumeðla|frumeðlum]] breyttist svo að [[risaeðla|risaeðlur]] urðu ríkjandi. Fyrstu [[fugl]]arnir komu fram á þessum tíma eftir að hafa þróast frá einni grein [[kjöteðlur|kjöteðla]]. Fyrstu [[eðla|eðlurnar]] komu einnig fram og fyrstu [[spendýr]]in. [[Krókódílaættbálkur|Krókódílar]] gerðust vatnadýr. Í höfunum lifðu [[sæeðla|sæðlur]] eins og [[fiskeðlur]] og [[svaneðlur]]. [[Flugeðlur]] voru ríkjandi í lofti.