„Li Bai“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m þýðing
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:LiBai.jpg|thumb|right|Mynd af Li Bai frá 13. öld.]]
'''Li Bai''' (李白 ''Lǐ Bái'', 701–762), líka þekktur sem '''Li Bo''', [[kurteisisnafn]] '''Taibai''' (太白), [[listamannsnafn]] '''Qinglian Jushi''' (青蓮居士) var kínverskt skáld sem hefur verið hylltur frá upphafi til okkar daga sem snillingur og rómantískt skáld sem hóf hefðbundnahefðbundnar ljóðategundir í nýjar hæðir. Hann og vinur hans [[Du Fu]] (712-770) voru mest áberandi þátttakendur í blómaskeiði [[kínversk ljóðlist|kínverskrar ljóðlistar]] á tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]], sem er oft kallað „gullöld kínverskrar ljóðlistar“. Hugtakið „undrin þrjú“ vísar í ljóð Li Bai, sverðalist [[Pei Min]] og skrautskrift [[Zhang Xu]].<ref>文宗時,詔以白歌詩、裴旻劍舞、張旭草書為「三絕」</ref>
 
Honum eru eignuð um þúsund ljóð sem vitað er um. Þekktasta safnritið með ljóðum hans er bók með helstu ljóðum Tangveldisins, ''Heyaue yingling ji'',<ref>河岳英靈集</ref> tekið saman af Yin Fan árið 753, og 34 ljóð eftir hann eru í safnritiun ''[[Þrjúhundruð Tangljóð]]'' sem kom fyrst út á 18. öld. Á svipuðum tíma tóku fyrstu þýðingarnar á Evrópumálum að birtast. Ljóðin fjalla um gleði vináttunnar, náttúruna, einveru og drykkju. Meðal þeirra frægustu er „Vaknað eftir drykkjuskap á vordegi“, „Vegurinn til Shu“ og „Hljóðlát næturhugsun“, sem enn eru birtar í námsbókum í Kína. Á Vesturlöndum er enn verið að gefa út þýðingar af ljóðum Lis. Ævi hans hefur fengið á sig goðsagnakenndan blæ, með sögum af drykkjuskap, riddaramennsku og þjóðsögunni um það að hann hafi drukknað við að teygja sig drukkinn úr bát sínum í spegilmynd tunglsins.