„Herðubreið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hækkaði skv. Landmælingum 2015.
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
'''Herðubreið''' er 1686 [[metri|metra]] hátt [[móberg (jarðfræði)|móbergsfjall]] norðan [[Vatnajökull|Vatnajökuls]] innan [[Vatnajökulsþjóðgarður|Vatnajökulsþjóðgarðs]]. Hún er í [[Ódáðahraun]]i og er oft nefnd „Drottning íslenskra fjalla“ (sjá [[Listi yfir gælunöfn hinna ýmsu fyrirbæra|listann yfir gælunöfn]]) vegna þess hve mörgum finnst hún formfögur. Fjallið myndaðist við [[eldgos]] undir [[jökull|jökli]]. Á toppi þess eru hraunlög og hefur gosið því náð upp úr jöklinum. Slík fjöll, þ.e.a.s. móbergsfjöll með [[hraun]]lögum að ofan, kallast [[stapi|stapar]]. Herðubreið var valin þjóðarfjall Íslendinga í kosningu árið [[2002]].
 
Fyrst var gengið á Herðubreið með vissu árið 1908 en fram að því hafði hún verið talin ógeng. Það gerðu Sigurður Sumarliðason og þýski jarðfræðingurinn Dr. Hans Reck í ágúst það ár nánar tiltekið 13. ágúst 1908. Þann 21. apríl 2009, 101 ári seinna, fór Björn Böðvarsson vélsleðakappi úr Mývatnssveit á topp Herðubreiðar á vélknúnu ökutæki fyrstur manna, er hann náði toppnum á vélsleða sínum.
 
== Tengt efni ==