„Þórir Baldvinsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Olafur379 (spjall | framlög)
Ný síða: Þórir Baldvinsson (20. nóvember 1901–3. október 1986) arkitekt var í senn framúrstefnumaður í arkitektúr og hugsjónamaður í baráttu fyrir bættum húsakosti til sveita. Hann varð fyrstur íslenskra arkitekta til að kynna nýjar húsnæðislausnir í anda funksjónalisma og var frumkvöðull í gerð slíkra bygginga hér á landi eins og samvinnuhúsanna svokölluðu við Ásvallagötu í Reykjavík og við Helgamagrastræti á Akureyri. Þar kynnti Þórir fyrs...
 
lagfæring, heimildir, flokka...
Merki: Disambiguation links
Lína 1:
'''Þórir G. Baldvinsson''' (20. nóvember 1901 á Granastöðum í Ljósavatnshreppi – 3. október 1986) var íslenskur [[arkitekt]].
Þórir Baldvinsson (20. nóvember 1901–3. október 1986) arkitekt var í senn framúrstefnumaður í arkitektúr og hugsjónamaður í baráttu fyrir bættum húsakosti til sveita. Hann varð fyrstur íslenskra arkitekta til að kynna nýjar húsnæðislausnir í anda funksjónalisma og var frumkvöðull í gerð slíkra bygginga hér á landi eins og samvinnuhúsanna svokölluðu við Ásvallagötu í Reykjavík og við Helgamagrastræti á Akureyri. Þar kynnti Þórir fyrstur manna til sögunnar forskölun í húsbyggingum hér á landi. Þórir teiknaði einnig fjölmargar opinberar byggingar; héraðsskóla, kaupfélagshús, samkomuhús og verksmiðjuhús vítt og breitt um landið og þekktar byggingar í Reykjavík eins og Alþýðuhúsið við Hverfisgötu og Mjólkurstöðina við Laugaveg sem nú hýsir Þjóðskjalasafnið. Helsta starf Þóris var hinsvegar að veita Teiknistofu landbúnaðarins forstöðu á árunum 1938-1969. Þáttur hans í nútímavæðingu sveitanna var gríðarstór, bættur húsakostur sem hélst í hendur við vélvæðingu.
 
Þórir lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1922, stundaði nám við MR, við San Francisco Polytechnic Highschool í Bandaríkjunum 1923-25 og nám í arkitektúr við University of California Extension School of Architecture 1924-26.
 
Þórir starfaði sem forstöðumaður hjá Teiknistofu landbúnaðarins 1938-1969. Hann teiknaði fjölmargar opinberar byggingar; héraðsskóla, kaupfélagshús, samkomuhús og verksmiðjuhús víða um landið. Hann var frumkvöðull í gerð húsa með stíl [[fúnksjónalismi|fúnksjónalisma]]. Dæmi um það eru samvinnuhúsin svokölluðu við [[Ásvallagata|Ásvallagötu]] í Reykjavík og við [[Helgamagrastræti]] á Akureyri. Aðrar þekktar byggingar sem Þórir teiknaði eru Alþýðuhúsið við Hverfisgötu og Mjólkurstöðin við Laugaveg sem nú hýsir [[Þjóðskjalasafnið]]. Þórir átti þátt í bættum húsakosti til sveita þegar þær nútímavæddust.
 
Árið 2021 kom út bókin ''Þórir Baldvinsson - arkítekt''. Sjálfur skrifaði Þórir ýmislegt um byggingarlist hér á landi og samdi smásögur og ljóð.
 
Eiginkona Þóris var Borghildur Jónsdóttir húsfreyja og eignuðust þau þrjú börn.
 
==Tenglar==
[https://www.ruv.is/frett/2022/03/24/litt-thekktur-oumdeildur-en-stortaekur Lítt þekktur óumdeildur en stórtækur - RÚV ]
[https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1444704/ Þórir G. Baldvinsson - Merkir Íslendingar - Mbl.is ]
 
{{fd|1901|1986}}
 
[[Flokkur:Íslenskir arkítektar]]