„Laugardalur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
'''Laugardalur''' er hverfi í [[Reykjavík]]. Til hverfisins teljast borgarhlutarnir Tún, Teigar, Lækir, [[Laugarnes]], Sund, Heimar, Langholt, Vogar, [[Skeifan]] og Fen. Hverfið dregur nafn sitt af stóru íþrótta- og útivistarsvæði, Laugardalnum sem er í miðju hverfisins. Á því svæði eru m.a. [[Þvottalaugarnar]], [[Laugardalslaug]], [[Laugardalshöll]], [[Grasagarður Reykjavíkur]] og [[Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn]]. [[Sigurður málari]] setti fram þá hugmynd árið 1871 að Laugardalur yrði íþrótta- og útivistarsvæði fyrir íbúa Reykjavíkur. Mýrin í Laugardal var ræst fram árið 1946.
 
[[Ásmundarsafn]] og [[Listasafn Sigurjóns Ólafssonar]] eru í Laugardalshverfinu.Þessi söfn eru staðsett í húsum þar sem var heimili og vinnustofur listamannanna [[Ásmundur Sveinsson|Ásmundar]] og [[Sigurjón Ólafsson|Sigurjóns]]. Stærstu íþróttafélögin í hverfinu eru [[Glímufélagið Ármann]] og [[Knattspyrnufélagið Þróttur]]. Mörg íþróttafélög eru með starfsemi sína í hverfinu, eins og [[Karatefélag Reykjavíkur]], [[Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur]], [[Skylmingafélag Reykjavíkur]] og sundfélögin.
 
Í hverfinu eru grunnskólarnir [[Langholtsskóli]], [[Laugarnesskóli]], [[Laugalækjarskóli]] og [[Vogaskóli]]. [[Menntaskólinn við Sund]] er í hverfinu. [[Listaháskóli Íslands]] rekur listnámsbrautir í gömlu sláturhúsi [[Samband íslenskra samvinnufélaga|Sambandsins]] við Laugarnesveg. Kirkjur í hverfinu eru [[Laugarneskirkja]], [[Áskirkja]] og [[Langholtskirkja]].