„Kaba“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Carettu (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{coord|21|25|21.08|N|39|49|34.25|E|display=title}}
[[File:Supplicating_Pilgrim_at_Masjid_Al_Haram._Mecca,_Saudi_Arabia.jpg|thumb]]
 
'''Kaba''' ([[arabíska]]: الكعبة ''al-Ka‘abah'' eða الكعبة المشرًّفة ''al-Ka‘aba al-Musharrafah'', einnig kölluð البيت العتيق ''al-Bait ul-‘Atīq'' eða البيت الحرام ''al-Bait ul-Ḥarām''), er ferhyrnd bygging í miðju þeirrar [[moska|mosku]] í [[Mekka]] sem nefnd er ''Masǧid al-Ḥarām'', eða [[Stóra moskan (Mekka)|Stóra moskan]]. Moskan var byggð í kringum Kaba, og er Kaba álitin heilagasti staður í [[íslam]].
 
Kaba er stór steinbygging, sem er nokkurn veginn í laginu eins og teningur, en nafnið kaba kemur úr arbabísku og þýðir kubbur. Byggingin er gerð úr [[granít]]i úr fjöllunum í umhverfi Mekka. Hún er um það bil 15 [[metri|metra]] há, 10 metra breið og 12 metra löng. Byggingin er þakin svörtu [[silki]]efni skreyttu með gullútsaumuðum áletrunum. Þetta klæði er kallað [[Kiswah]] og er endurnýjað árlega.
 
Einn af undirstöðusteinum Kaba er '''Ḥaǧar ul-Aswad''' (hinn "Heilagi„Heilagi svarti steinn"steinn“) sem múslimar álíta að hafi verið gjöf frá [[Guð]]i til [[Adam]]s eftir að hann kom til jarðar. Mikil helgi var á steininum þegar fyrir tíma [[Múhameð]]s.
 
Múslimum ber að snúa sér að Kaba þegar þeir biðjast fyrir. Nákvæm staðsetning Kaba er 21° 25′ 24″ N, 39° 49′ 24″ A.
 
[[Flokkur:Íslam]]