„Berlínarfílharmónían“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Karl Jóhann (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Karl Jóhann (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
Hljómsveitin var stofnuð árið 1882 í Berlín af 54 hljóðfæraleikurum og bar nafnið '''Frühere Bilsesche Kapelle''' en leystist upp þegar að þáverandi aðalhljómsveitarstjóri [[Benjamin Bilse]] hugðist senda hljómsveitina á fjórða farrými lestar til [[Varsjá|Varsjár]]. Hljómsveitinni var þá gefið núverandi nafn og var fyrsti hljómsveitarstjóri hennar [[Ludwig von Brenner]] en stöðu hans hlaut [[Hans von Bülow]] árið [[1887]] og jókst þá orðstír hljómsveitarinnar til muna. Heimsfrægir hljómsveitarstjórar voru fengnir til að stjórna henni og má þar nefna [[Richard Strauss]], [[Gustav Mahler]], [[Johannes Brahms]] og [[Edward Grieg]].
Árið 1923 var [[Wilhelm Furtwängler]] gerður að aðalhljómsveitarstjóra og hélt því starfi fram til ársins 1945 þegar hann flúði til Sviss. Þá tók [[Leo Borchard]] við hljómsveitinni en var skotinn til bana af [[Bandaríkin|bandarískum]] hermönnum fyrir slysni sama ár. Árið [[1952]] var Furtwängler aftur gerður að aðalhljómsveitarstjóra og hélt því starfi þar til hann lést árið 1954. Við af honum tók einn frægasti hljómsveitarstjóri sögunnar, [[Herbert von Karajan]] og hélt því starfi fram til ársins [[1989]] en þá tók [[Claudio Abbado]] við stöðu hans. Árið 2001 var Sir Simon Rattle ráðinn aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar og gegnir því starfi enn.
Tónleikahús hljómsveitarinnar eyðilagðist árið [[1944]] er herir [[bandamanna]] gerðu loftárás á Berlín. Það tónlistarhús sem nú er notast við, [[Berliner Philharmonie]] var teiknað og byggt árið [[1963]] af [[arkitekt|arkitektinum]] [[Hans Scharoun]].
 
== Aðalhljómsveitarstjórar ==