„Alþjóðasamningur um öryggi mannslífa á hafinu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Alþjóðasamningur um öryggi mannslífa á hafinu''' eða '''SOLAS-samþykktin''' er alþjóðlegur hafréttarsamningur um lágmarksöryggiskröfur við smíði, b...
 
Lína 2:
 
Samningurinn var samþykktur árið 1974 og tók gildi [[25. maí]] [[1980]]. Í nóvember 2018 voru aðildarríki 164 talsins. 99% kaupskipaflota heimsins í tonnum talið siglir undir fána einhvers þessara ríkja. Ísland fullgilti samninginn árið 1984.
 
==Ákvæði==
SOLAS-samþykktin kveður á um að fánaríki tryggi að skip sem sigla undir þeirra fána uppfylli lágmarkskröfur til smíði, búnaðar og reksturs kaupskipa. Samningurinn er mjög umfangsmikill. Hann skiptist í 14 kafla, sem síðan skiptast í undirkafla. Aðeins Kafli V gildir um öll skip og báta. Í köflunum er síðan vísað í ítarlegri staðla („kóða“) fyrir útfærslu einstakra þátta.
 
===Kafli I - Almenn ákvæði===
===Kafli II-1 - Smíði; skipting og stöðugleiki, vélar og rafmagnskerfi===
Kveður meðal annars á um skiptingu skrokksins í hólf með vatnsþéttum skilrúmum.
===Kafli II-2 - Brunavarnir, eldskynjarar og slökkvibúnaður===
Þar á meðal [[alþjóðakóði um brunaöryggiskerfi]] (FSS) og [[alþjóðakóði um brunaprófunaraðferðir]] (FTP)
=== Kafli III - Björgunarbúnaður og uppsetning ===
Þar á meðal [[alþjóðakóði um björgunarbúnað]] (LSA)
=== Kafli IV - Fjarskipti ===
Gerir kröfu um að öll farþega- og flutningaskip í millilandasiglingum uppfylli [[GMDSS]]-staðalinn, séu með [[EPIRB]]-neyðarbauju og [[ratsjárvari|ratsjárvara]] fyrir leit og björgun.
=== Kafli V - Siglingaöryggi ===
=== Kafli VI - Flutningur farms ===
Þar á meðal [[reglur um örugga festingu farms]] (CSS), [[öryggisreglur fyrir skip sem flytja timburhlaða]] (TDC) og [[reglur um örugga meðferð fasts búlkafarms]] (IMSBC)
=== Kafli VII - Flutningur hættulegra efna ===
Þar á meðal [[alþjóðlegur kóði um siglingu með hættulegan varning]] (IMDG)
=== Kafli VIII - Kjarnorkuknúin skip ===
Þar á meðal [[öryggiskóði fyrir kjarnorkuknúin kaupskip]] (VET)
=== Kafli IX - Stjórnun fyrir öruggan rekstur skipa ===
Þar á meðal [[alþjóðakóði um öryggisstjórnun skipa]] (ISM)
=== Kafli X - Öryggisatriði fyrir háhraðaskip ===
Þar á meðal [[kóði um háhraðaför]] (HSC)
=== Kafli XI-1 - Sérstök ákvæði til að auka siglingaöryggi ===
Þar á meðal [[kóði um aukna áætlun athugana í eftirliti með búlkaskipum og olíuflutningaskipum]] (ESP)
=== Kafli XI-2 - Sérstök ákvæði til að auka siglingavernd ===
Þar á meðal [[öryggiskóði um skip og hafnaraðstöðu]] (ISPS)
=== Kafli XII - Sérstök öryggisákvæði fyrir búlkaskip ===
=== Kafli XIII - Staðfesting á uppfyllingu krafna ===
=== Kafli XIV - Öryggisákvæði fyrir skip á pólsvæðum ===
Þar á meðal [[kóði um siglingar á pólsvæðum]] (pólkóðinn)
 
==Saga==