„Lýsingur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
GBE0005 (spjall | framlög)
Fjarlægði endurbeiningu á Kolmúli
Merki: Fjarlægði endurbeiningu Sýnilegi ritilinn: Skipti yfir
GBE0005 (spjall | framlög)
Lína 23:
==Veiðar==
Lýsingur er veiddur í botnvörpu og á línu og er mest veiddur í Miðjarðarhafi og Svartahafi. Helstu veiði þjóðir sem veiða fiskinn eru Frakkar og Spánverjar. Hann er seldur flakaður, saltaður og þurrkaður og einnig ferskur (Gunnar Jónsson og JónBjörn Pálsson, 2013). Lýsingur er mikilvæg veiðitegund í Vestur-Evrópu og er hún mikið rannsökuð svo ekki sé hætta á ofveiði. Fiskurinn vex hægt og þroskast seint sem gerir það að verkum að hætta er á ofveiði. Árið 2011 var veitt um 12.900 tonn í Bretlandi og var afli metinn á 22,5 milljón punda, aðeins 200 tonn voru neytt í Bretlandi á þessum tíma og var þá mest af honum flutt út <ref>https://www.seafish.org/search/documents/?q=SeafishResponsibleSourcingGuide%20hake%20201305</ref>. Árið 1996 var aflinn alls 92.332 tonn, þar af voru 41.354 tonn sem aðallega var fengin úr Norður-Atlantshafi nánar tiltekið frá Spáni eða um 18.076 tonn, Frakkland: 8.899 tonn og Bretland: 5.380 tonn. Í Miðjarðarhafi var aflin um 45.309 tonn, og var það aðallega frá Ítalíu: 30707 tonn, Grikklandi: 4.579 tonn og Spánn: 3.600 tonn. Úr austurhluta Mið-Atlantshafsins var heildaraflin 10.722 tonn, Spánn: 5.536 tonn, Marokkó: 3086 tonn og Portúgal 986 tonn. Heildarafli sem tilkynnt var af tegundinni Lýsingur fyrir árið 1999 var 68.569 tonn. Þau lönd sem veiddu mest voru Spánn eða um 22.931 tonn og Ítalía, 9.754 tonn. Fiskurinn var aðallega seldur ferskur en einnig frosin, þurrkaður, saltaður og niðursoðin <ref>https://www.fao.org/fishery/en/aqspecies/2238</ref>
 
Á mynd 2 má sjá magnið sem tíu stærstu veiðiþjóðir veiddu frá árinu 1950-2019 ásamt öðrum löndum. Á mynd 3 eru aðeins 10 stærstu veiðiþjóðir. Mesti aflinn er veiddur í Albaníu en þeir byrjuðu ekki að veiða Lýsing fyrr en árið 1983. Þar á eftir er Alsír en þeir hafa verið að veiða Lýsing síðan 1950. Eins og sjá má þá hefur Ísland lítið veitt af þessum fisk enda þvælist hann lítið hingað, hann kom fyrst haustið 1910 en þá veiddust fjórir fiskar í botnvörpu við Eldeyjarbanka <ref>Íslenskir fiskar</ref>
 
==Útbreiðsla==