„Lýðræðisflokkurinn (Ítalía)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 31:
Meðan á 15. löggjafarþingi Ítalíu stóð var Lýðræðisflokkurinn hluti af [[Önnur ríkisstjórn Prodis|annarri ríkisstjórn]] [[Romano Prodi]]. Prodi hafði unnið sigur í þingkosningum árið 2006 ásamt [[Einingarbandalagið|Einingarbandalaginu]], kosningabandalagi vinstriflokka sem taldi til sín [[Ítalski vinstri-lýðræðisflokkurinn|Ítalska vinstri-lýðræðisflokkinn]], forvera Lýðræðisflokksins. Lýðræðisflokkurinn var stofnaður eftir sigur Einingarbandalagsins sem samruni aðildarflokka kosningabandalagsins í viðleitni til þess að sameina ítalska vinstriflokka í einn miðvinstriflokk.
 
Lýðræðisflokkurinn bað ósigur fyrir miðhægribandalagi [[Silvio Berlusconi]] í þingkosningum árið 2008 og gekk í stjórnarandstöðu. Í nóvember árið 2011 veitti Lýðræðisflokkurinn nýrri ríkisstjórn [[Mario Monti]] þingstuðning eftir hrun ríkisstjórnar Berlusconi. Bandalag miðvinstriflokka vann sigur í þingkosningum árið 2013. Lýðræðisflokkurinn varð stærsti flokkurinn á ítalska þinginu og leiddi þrjáþrjár ríkisstjórnir á næsta þingtímabili, undir forystu [[Enrico Letta]], [[Matteo Renzi]] og [[Paolo Gentiloni]].
 
Lýðræðisflokkurinn tapaði þingkosningum árið 2018 og gekk í stjórnarandstöðu á ný. Eftir að [[Fyrsta ríkisstjórn Contes|ríkisstjórn]] [[Fimmstjörnuhreyfingin|Fimmstjörnuhreyfingarinnar]] og [[Lega Nord|Norðursambandsins]] hrundi í ágúst árið 2019 stofnaði Lýðræðisflokkurinn [[Önnur ríkisstjórn Contes|nýja samsteypustjórn]] ásamt Fimmstjörnuhreyfingunni með [[Giuseppe Conte]] sem forsætisráðherra.