„Paul Doumer“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 34:
 
==Æviágrip==
Sem landstjóri franska Indókína frá 1897 til 1902 hafði Doumer þótt sýna mikla harðýðgi.<ref>{{Tímarit.is|2632695|Víetnam og frönsk viðhorf|blað=[[Alþýðublaðið]]|útgáfudagsetning=1. apríl 1967|blaðsíða=8|höfundur=Andri Ísaksson}}</ref> Þegar Doumer tók við landstjóraembættinu var franska nýlendan rekin með miklum fjárhagshalla. Til þess að rétta úr kútnum setti hann skatta á ópíum, vín og salt. Innfæddir sem höfðu ekki efni á að borga þessa skatta misstu oft hús sín og urðu dagverkamenn. Doumer gerði franska Indókína að markaði fyrir franskar vörur og arðbærar fjárfestingar fyrir franska athafnamenn.<ref>{{cite web|last1=Ladenburg|first1=Thomas|title=The French in Indochina|url=http://www.digitalhistory.uh.edu/teachers/lesson_plans/pdfs/unit12_1.pdf|website=digitalhistory.uh.edu|publisher=University of Houston|accessdate=11 September 2015}}</ref> Alræðislegt stjórnarfar Doumers og stirt samband Frakka við Kína í kjölfar [[Boxarauppreisnin|boxarauppreisnarinnar]] leiddi til þess að hann var kallaður heim til Frakklands árið 1902.
 
Doumer, sem þá var forseti franska þingsins, var kjörinn forseti Frakklands árið 1931. Hann hafði áður boðið sig fram til forseta árið 1906 en beðið ósigur fyrir [[Armand Fallières]]. Doumer leitaðist við því að vera ópólitískur forseti sem gæti verið siðferðisleg fyrirmynd alþýðunnar.