„Svartfuglar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Carettu (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Carettu (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
Þær tegundir sem helst teljast til svartfugla eru: [[álka]], [[langvía]], [[stuttnefja]], [[teista]], [[lundi]] og [[haftyrðill]]. Langvía, stuttnefja og álka eru að mörgu leyti líkar tegundir, varpa í björgum og nefnast einu nafni svartfugl. Stærstu byggðir þeirra eru Látrabjarg, Hornstrandabjörgin og Grímsey.
 
Svartfuglar éta einungis sjáfarfang, aðallega uppsjávarfisk eins og [[sandsíli]], [[loðna|loðnu]] og [[síld]] og krabbadýr eins og [[ljósáta|ljósátu]] og [[marflær]]. Lundi étur mest sandsíli og loðnu, Haftyrðill mest svifkrabbadýr. Teista er grunnsævisfugl og leitar að æti við botn.
 
Svartfuglar eru vel fleygir (nema [[geirfugl]]inn sem nú er [[útdauð]]ur) og góðir sundfuglar og kafarar en gangur þeirra er klaufalegur að sjá. Vegna þess hve [[vængur|vængir]] þeirra eru stuttir þurfa þeir að blaka þeim mjög hratt til að halda sér á lofti.