„Marina Abramović“: Munur á milli breytinga

119 bætum bætt við ,  fyrir 5 mánuðum
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8.6
mEkkert breytingarágrip
(Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8.6)
 
[[Mynd:Marina_Abramovi%C4%87_-_The_Artist_Is_Present_-_Viennale_2012_(cropped).jpg|thumb|right|Marina Abramović árið 2012.]]
'''Marina Abramović''' (serbnesk kýrillíska: Марина Абрамовић, [[IPA]]: {{IPA|marǐːna abrǎːmoʋitɕ}}; fædd 30. nóvember, 1946) er [[serbía|serbneskur]] [[konseptlist]]amaður, [[gjörningalist]]amaður,<ref>{{Cite web|title=Marina Abramović {{!}} Exhibition {{!}} Royal Academy of Arts|url=https://www.royalacademy.org.uk/exhibition/marina-abramovic|access-date=2020-11-27|website=www.royalacademy.org.uk}}</ref> rithöfundur og kvikmyndagerðarkona.<ref>{{cite web|url=http://www.rts.rs/page/magazine/ci/story/461/svet-poznatih/2400189/marina-abramovic-ja-sam-nomadska-eks-jugoslovenka.html |title=РТС :: Марина Абрамовић: Ја сам номадска екс-Југословенка! |language=sr |publisher=Rts.rs |date=July 27, 2016 |access-date=2017-03-10}}</ref> Hún fæst við [[líkamslist]], [[þollist]] og [[feminísk list|feminíska list]] sem fjalla um tengsl flytjanda og áhorfenda, mörk líkamans og möguleika hugans.<ref>{{cite news |last1=Roizman |first1=Ilene |title=Marina Abramovic pushes the limits of performance art |url=https://scene360.com/art/116663/marina-abramovic/ |access-date=June 30, 2020 |work=Scene 360 |date=November 5, 2018}}</ref> Abramović hefur talað um sjálfa sig sem „ömmu gjörningalistarinnar“ eftir yfir fjögurra áratuga feril.<ref>{{Cite book|title=50 women artists you should know|last=Christiane.|first=Weidemann|date=2008|publisher=Prestel|others=Larass, Petra., Klier, Melanie, 1970–|isbn=9783791339566|location=Munich|oclc=195744889|url-access=registration|url=https://archive.org/details/50womenartistsyo0000weid}}</ref> Hún var frumkvöðull í að gera áhorfendur að þátttakendum í verkum sínum, með áherslu á sársauka, blóð og mörk líkamans.<ref name="demaria">{{cite journal|last1=Demaria|first1=Cristina|title=The Performative Body of Marina Abramovic|journal=European Journal of Women's Studies|date=August 2004|volume=11|issue=3|page=295|doi=10.1177/1350506804044464|s2cid=145363453}}</ref> Árið 2007 stofnaði hún gjörningalistastofnunina [[Marina Abramović Institute]].<ref>{{Cite web|title=MAI|url=https://mai.art/about-mai|access-date=2020-11-28|website=Marina Abramovic Institute|language=en-US|archive-date=2020-09-27|archive-url=https://web.archive.org/web/20200927124721/https://mai.art/about-mai/|dead-url=yes}}</ref><ref>{{Cite web|date=2013-08-23|title=MAI: marina abramovic institute|url=https://www.designboom.com/architecture/oma-marina-abramovic-institute/|access-date=2020-11-28|website=designboom {{!}} architecture & design magazine|language=en}}</ref>
 
Meðal þekktustu verka hennar eru ''Rhythm 0'' frá 1974 þar sem hún stóð hreyfingarlaus og áhorfendur máttu gera hvað sem þeir vildu við hana með 72 hlutum sem raðað var á borð og vísuðu ýmist í ánægju eða sársauka, ''Cleaning the Mirror'' frá 1995 þar sem hún sat og þreif blóðug bein (sem var vísun í [[Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu|borgarastyrjöldina í Júgóslavíu]]), og ''The Artist is Present'' frá 2010 þar sem hún sat hreyfingarlaus við borð og áhorfendum var boðið að skiptast á að setjast gegnt henni. Frá 1976 til 1988 átti hún í nánu sambandi og samstarfi við þýska listamanninn [[Uwe Laysiepen]] (Ulay) þar sem verk þeirra snerust oft um mörk sjálfsins og líkamans. Síðasta verk þeirra saman var þolverk þar sem þau gengu eftir [[Kínamúrinn|Kínamúrnum]] frá sitt hvorum enda, mættust í miðjunni og sögðu „bless“. Þá var sambandi þeirra í raun lokið nokkru fyrr.