„Haraldur blátönn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 9:
Raunar er hann sagður hafa verið þvingaður til þess af Ottó keisara að taka kristni en önnur sögn segir að hann hafi tekið kristni eftir að maður að nafni Poppo [[járnburður|bar járn]] til að sanna að nýja trúin væri betri en sú gamla. Haraldur lét skírast ásamt fjölskyldu sinni, hélt trúna vel og stofnaði biskupssetur að [[Rípur|Rípum]], í [[Slésvík]] og [[Árósar|Árósum]].
 
Eftir að [[Eiríkur blóðöx]] Noregskonungur dó landflótta í [[England]]i [[954]] leitaði [[Gunnhildur kóngamóðir|Gunnhildur]] kona hans og synir þeirra á náðir Haraldar og var tekið vel á móti þeim. Haraldur veitti Eiríkssonum lið í baráttu þeirra við [[Hákon Aðalsteinsfóstri|Hákon Aðalsteinsfóstra]] og eftir að hann féll um 961 settist [[Haraldur gráfeldur]] Eiríksson á konungsstól en var þó skattkonungur Haraldar. Um [[970]] sveik Haraldur blátönn svo nafna sinn, felldi hann og náði völdum í Noregi. Hann setti [[Hákon Sigurðarson Hlaðajarl]] yfir Noreg en hann sagði sig fljótt undan yfirráðum hans og greiddi engan skatt. Tilraunum Haraldar til að ná Noregi aftur lauk endanlega með [[Orrustan í Hjörungavogi|orrustunaorrustunni í Hjörungavogi]] [[986]].
 
Adam frá Brimum segir að kona Haraldar hafi heitið Gunnhildur en á dönskum rúnasteini kemur fram að hann hafi verið kvæntur Tófu, dóttur Mistivojs fursta af [[Vindland]]i. Börn hans voru [[Sveinn tjúguskegg]] Danakonungur, Hákon, Þyri, sem giftist [[Ólafur Tryggvason|Ólafi Tryggvasyni]] Noregskonungi, og Gunnhildur, sem giftist til Englands.