„Friðrik 1. Danakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 3:
'''Friðrik 1.''' ([[7. október]] [[1471]] – [[10. apríl]] [[1533]]) var konungur [[Danmörk|Danmerkur]], [[Noregur|Noregs]] og [[Ísland]]s frá [[1523]] til dauðadags. Hann tók við konungdæmi eftir að [[Kristján 2.|Kristjáni 2.]] bróðursyni hans var velt úr sessi.
 
Friðrik var yngri sonur Kristjáns 1. og konu hans, [[Dóróthea af Brandenborg|Dórótheu af Brandenborg]]. Faðir hans lést [[1481]] og tók þá [[Hans]] bróðir Friðriks, sem var 16 árum eldri, við konungdæminu. Hann ólst upp í hertogadænumhertogadæmunum [[Slésvík]] og [[Holstein]], en þaðan var föðurætt hans, og stýrði hertogadæmunum frá [[1490]] við góðan orðstír. Hann bjó í Gottorphöll í Slésvík.
 
Hans dó [[1513]] og sonur hans, Kristján 2., tók við konungdæminu. Hann varð þó fljótt óvinsæll hjá danska aðlinum og árið 1523 gerðu aðalsmenn - eða hluti þeirra - bandalag við Friðrik hertoga. Þann 8. mars það ár sagði Friðrik Kristjáni bróðursyni sínum stríð á hendur og átján dögum síðar lét hann hylla sig konung í Viborg. Kristján 2. flúði land 2. apríl og Friðrik 1. var hylltur konungur Dana og Norðmanna. [[Ríkisráð]] Norðmanna samþykkti [[23. ágúst]] [[1524]] að taka Friðrik til konungs yfir Noregi (og þar með Íslandi) og sat [[Jón Arason]] þann fund eins og íslensku biskuparnir áttu rétt á ef þeir voru staddir í Noregi.