„Friðrik 2. Danakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
Friðrik 2. veitti töluverðu fé til stjörnufræðingsins [[Tycho Brahe]] til að hann gæti unnið að fræðum sínum á eyjunni [[Hveðn]], en þar lét Brahe reisa höllina og stjörnuskoðunarstöðina [[Úraníuborg]] og síðar stjörnuskoðunarstöðina [[Stjörnuborg]] þar sem hann og lærisveinar hans stunduðu ýmsar athuganir á gangi himintunglanna. Eftir lát Friðriks konungs dró mjög úr stuðningi krúnunnar og Brahe lenti upp á kant við [[Kristján 4.]] og flutti á endanum til [[Prag]] og dó þar.
 
Friðrik 2. þjáðist lengi vel af [[malaría|malaríu]] og á síðustu æviárum sínum jukust þjáningar hans mjög. Í líkræðu sinni yfir Friðriki drópdró presturinn og sagnfræðingurinn Anders Sørensen Vedel ekki dulá að Friðrik hefði flýtt dauða sínum með drykkjuskap.
 
Ungur varð Friðrik ástfanginn af hefðarmeyjunni Önnu Hardenberg, en hún var lofuð öðrum og þótti heldur ekki konunginum samboðin, svo að ekkert varð af giftingu þeirra. Hann giftist ekki fyrr hann var orðinn 38 ára, [[20. júlí]] [[1572]], og var brúðurin 15 ára gömul frænka hans, [[Soffía af Mecklenburg]] (1557 - 1631). Þau eignuðust saman sjö börn, þar á meðal Kristján 4. Danakonung og Önnu, sem giftist [[Jakob 6. Skotakonungur|Jakob 6. Skotakonungi]], sem síðar varð Jakob 1. konungur Bretlands.