„Filippseyjar“: Munur á milli breytinga

2 bætum bætt við ,  fyrir 4 mánuðum
 
 
=== Þjóðarvakning ===
[[Mynd:Jose rizalRizal 01full.jpg|thumb|Þjóðhetjan José Rizal]]
[[1821]] sleit Mexíkó sig laust frá Spáni og varð sjálfstætt ríki. Filippseyjar voru því færðar undir beina stjórn Spánar. Samtímis stöðvaðist verslunin milli Kína og Mexíkó. Strax ári síðar gerðu hermenn af mexíkönskum uppruna uppreisn, þar sem þeir neituðu að afhenda Spánverjum vopn sín. Þeir kölluðu sig ''filipinos'' og voru þeir fyrstu sem það gerðu. Hugtakið filipino breiddist síðan með tímanum út til alls landsins. Með opnun [[Súesskurðurinn|Súesskurðarins]] [[1867]] var auðveldara að versla við þjóðir Austur-Asíu. Að sama skapi fór hugmyndafræði Evrópulanda að berast til Filippseyja. [[1850]] stofnaði Pedro Pelaez hreyfingu sem krafðist þess að kaþólska kirkjan losaði um tökin sín á íbúum landsins og yrði sett undir landstjórnina. Auk þess krafðist hún jafnrétti innfæddra og Spánverja (eða fólks af spænsku bergi brotnu). [[1868]] varð Carlos Maria de la Torre landstjóri Spánverja á Filippseyjum. Hann hóf þegar í stað að umbylta landinu. Ritskoðun var afnumin og frelsi aukið. Þrátt fyrir það gerðu prestar innfæddra uppreisn [[1871]] en þeir kölluðu sig Gomburza. Uppreisnin var barin niður og leiðtogar hennar teknir af lífi. Frjálslyndir menn hófu að yfirgefa eyjarnar. Í Evrópu voru samtök stofnuð af útfluttum Filippseyingum sem kröfðust sjálfstjórnar og atkvæðarétt í spænska þinginu. Í Evrópu gerði belgíska stjórnin tilboð um að kaupa Filippseyjar [[1875]] og keisarinn í [[Berlín]] gerði annað tilboð [[1885]]. Spánverjar höfnuðu báðum boðum. [[1892]] stofnaði læknirinn og heimspekingurinn José Rizal stjórnmálaflokkinn La Liga Filipina og krafðist umbóta. Hann var handtekinn og sendur í útlegð til Mindanaó.
 
51

breyting