„Theodóra Thoroddsen“: Munur á milli breytinga

m
ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
== Ævi ==
Theodóra fæddist að Kvennabrekku, Miðdalahr., Dal. Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson, prestur og alþingismaður (móðurbróðir [[Matthías Jochumsson|Matthíasar Jochumssonar]] skálds), síðar prófastur á Breiðabólstað á Skógarströnd, og Katrín Ólafsdóttir, húsfreyja. Faðir Katrínar var [[Ólafur Sívertsen]] prófastur og alþingismaður í Flatey á Breiðafirði, og var kona hans Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir. Hjónin eignuðust 14 börn og var Theodóra yngst þeirra þriggja sem náðu fullorðinsaldri. Hin tvö voru Ásthildur Jóhanna, síðar Thorsteinsson (móðir m.a. Katrínar Thorsteinsson Briem, [[Guðmundur Thorsteinsson|Guðmundar Thorsteinsson]] (MuggurMuggs), og Samúels Thorsteinsson læknis), og Ólafur Sívertsen, síðar héraðslæknir.
 
Theodóra ólst upp á miklu menningarheimili, stundaði nám í [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]] og útskrifaðist [[1879]]. Hún giftist [[Skúli Thoroddsen|Skúla Thoroddsen]], sýslumanni, bæjarfógeta, alþingismanni og ritstjóra (þau voru þremenningar), og fluttu þau 1884 til [[Ísafjörður|Ísafjarðar,]] þegar maður hennar tók við embætti [[sýslumaður|sýslumanns]] þar. Þar ráku þau prentverk og blaðaútgáfu og umsvifamikil verslunarviðskipti m.a. við útlönd. Árið 1901 flutti Theodora suður með þau yngstu úr barnahópnum, en 1898 höfðu þau keypt Bessastaði á Álftanesi, og hafði Skúli sett þar þegar bú árið 1899 og hafði mikið umleikis, reisti prentverk og hélt heimaskóla; og þar bjuggu þau við rausn. Síðar eða árið 1908, reistu þau sér hús við Vonarstræti nr. 12 í Reykjavík. Heimili þeirra var mannmargt og mikill menningarbragur á. Skúli og Theodóra eignuðust þrettán börn. Tólf náðu fullorðinsaldri og urðu nokkur börn þeirra þjóðkunn af störfum sínum; börn þeirra eru: Unnur húsfreyja, [[Guðmundur Thoroddsen|Guðmundur,]] prófessor og yfirlæknir, Þorvaldur lést í frumbernsku, [[Skúli Thoroddsen|Skúli]], yfirdómslögmaður og alþingismaður (yngstur allra fulltrúa sem setið höfðu á þingi Íslendinga, síðan það var stofnað), Þorvaldur fór til Vesturheims, [[Kristín Ólína Thoroddsen|Kristín Ólína]] yfirhjúkrunarkona og skólastýra, [[Katrín Thoroddsen|Katrín]] læknir, alþingismaður og bæjarfulltrúi, [[Jón Thoroddsen|Jón]] lögfræðingur og skáld, Ragnhildur húsfreyja, [[Bolli Thoroddsen|Bolli]] borgarverkfræðingur, [[Sigurður S. Thoroddsen|Sigurður]] verkfræðingur og alþingismaður, Sverrir bankafulltrúi og María Kristín húsfreyja. Afkomandi Theodoru og Skúla er [[Katrín Jakobsdóttir]] forsætisráðherra.
41

breyting