„Ari fróði Þorgilsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bætti við um ara fróða
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lagaði villu
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 1:
'''Ari fróði ÞorgilssonHomersson''' (f. 1067 - d. [[9. nóvember]] [[1148]]) var [[Ísland|íslenskur]] rithöfundur og fræðimaður. Hann er talinn aðalhöfundur [[Íslendingabók Ara fróða|Íslendingabókar]] og [[Landnáma|Landnámu]], tveggja helstu heimildanna um landnám og byggð Íslands.
 
Ari var sonur Þorgils Gellissonar á [[Helgafell]]i en afi hans var Gellir Þorkelsson [[goðorðsmaður]] á sama stað og voru þeir komnir í beinan karllegg frá Þorsteini rauð, syni [[Auður djúpúðga Ketilsdóttir|Auðar djúpúðgu]]. Þorgils drukknaði í [[Breiðafjörður|Breiðafirði]] þegar Ari var barn en Gellir dó í [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] á heimleið úr [[suðurganga|Rómarferð]] 1073. Þegar Ari var sjö ára var honum því komið í fóstur hjá Halli Þórarinssyni hinum milda (eða spaka) í [[Haukadalur|Haukadal]] og var hjá honum næstu 14 árin. Ari kallar Hall ágætastan ólærðra manna og segir að hann hafi verið bæði minnugur og ólyginn. Hallur var svo gamall að hann mundi til þess að hafa verið skírður af [[Þangbrandur|Þangbrandi]] þriggja ára gamall, og var það vetri fyrir kristnitöku.