„Skaftafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Höfundaréttarbrot.
Merki: Breyting tekin til baka
Til lagfæringar
Merki: Síðasta breyting handvirkt tekin til baka
Lína 2:
[[Mynd:SvartifossWinter.jpg|thumb|[[Svartifoss]] í Skaftafelli]]
[[Mynd:SKF-Skaftafell campsite-GO.JPG|thumbnail|Tjaldsvæðið í Skaftafelli.]]
[[Mynd:Campanula rotundifolia kz07.jpg|thumb|223x223dp|Bláklukka]]
'''Skaftafell''' er verndað svæði í [[Öræfasveit|Öræfum]] á Suðausturlandi. Þar vex gróskumikill gróður milli sands og jökla. þjóðgarðurinn var stofnaður þann 15. september 1967 og var 4.807 km2 að stærð. Þjóðgarðurinn var stækkaður árið 1984 og aftur 2004. Við stofnun [[Vatnajökulsþjóðgarður|Vatnajökulsþjóðgarðs]] 8. júní 2008 varð Skaftafell hluti hans. Skaftafell er fyrsta friðlýsta svæðið á Íslandi sem var friðað vegna náttúrufegurðar.
 
Áhugaverðir staðir innan svæðis Skaftafells eru t.d. [[Svartifoss]], [[Kristínartindar]], [[Skaftafellsjökull]], [[Morsárdalur]] og [[Bæjarstaðarskógur]].
 
== Búseta ==
Skaftafell var stórbýli og þingstaður til forna. Snemma á öldum var staðurinn kirkjujörð og síðar konungsjörð. Bæjarhúsin stóðu fyrrum niðri á sléttlendinu við brekkuræturnar og sér enn til tófta austan við Eystragil þar sem heita Gömlutún. Vegna ágangs Skeiðarár fóru tún smám saman undir sand og á árunum 1830-1850 var bústaðurinn fluttur um 100 metrum hærra upp í brekkuna og reistir þrír bæir. Nú er búið í Hæðum, gistiheimili var rekið í Bölta til ársins 2012 en Sel fór í eyði árið 1946.
 
== Náttúruhamfarir ==
 
=== Öræfajökull ===
Árið 1362 gaus [[Öræfajökull]] mesta vikurgosi sem orðið hefur á Íslandi síðan sögur hófust og eyddi byggð í Öræfasveit. Krafturinn var mestur fyrstu 1 til 2 daga gossins og náði gosmökkurinn sennilega tæplega 30 km hæð. Í heildina þeyttust upp 10 km3 af gjósku eða sem samsvarar 2,5 km3 af föstu líparítbergi. Þessi ljósi vikur sést vel frá þjóðveginum enn í dag þegar farið er um sveitirnar.
 
Sveitin fékk þá nafnið Öræfi en hét áður Litla Hérað. Þegar gosið hófst var blómleg byggð í Litla Héraði. Stunduð var akuryrkja enda veðursæld með eindæmum. Talið er að a.m.k. 30 bæir hafi verið á Litla Héraði, frá Morsárdal og yfir að Breiðumörk. Gosið og jökulhlaupin eyddu allri byggð, en vikurregnið hafði langmest að segja. Tjón varð mikið allt austur að Hornafirði og Lóni.
 
Þegar gaus í Öræfajökli 1727 ruddust mikil jökulhlaup undan Falljökli, Virkisjökli og Kotárjökli og fram úr Sigárgljúfri. Ummerki hlaupsins eru greinileg enn í dag, en þjóðvegur 1 liggur í gegnum aurinn. Rennslið var sennilega milli 50.000-100.000 km3 á sekúndu þegar mest var. Hlaupið tók sauðfé og hesta og tvær hjáleigur frá Sandfelli. Þrjár manneskjur fórust, tvær stúlkur og unglingspiltur.
 
=== Skeiðarárhlaup ===
Í kjölfar gossins í Gjálp árið 1996 varð mikið jökulhlaup á Skeiðarársandi. Heildarrennslið nam allt að 50.000 m3/s og heildarmagn sets sem fluttist með hlaupinu var varlega áætlað um 180 milljónir tonna (0,1 km3). Rannsóknir voru gerðar á Skeiðarársandi fyrir hlaupið, á meðan því stóð og að því loknu. Hlaupið olli heilmiklu eignartjóni og er það í margra minnum.
 
== Náttúra ==
 
=== Flora ===
Veðursæld í Skaftafelli er mikil og oft er betra veður þar í skjóli Öræfajökuls en í nágrenninu. Gróðurfar er fjölbreytt í Skaftafelli, neðanverðar hlíðar eru vaxnar birkiskógi, sums staðar vex reyniviður innan um og botngróður er gróskumikill. Í Bæjarstaðarskógi verður [[birki]] hávaxnara en víðast hvar á landinu. [[Bláklukka]], gullsteinbrjótur, og klettafrú, sem eru meðal einkennistegunda Austurlands, finnast víða í Skaftafelli. Gróðurfar hefur tekið miklum breytingum eftir að þjóðgarðurinn var friðaður, bæði að magni og umfangi.
 
=== Fauna ===
Fuglalíf er talsvert í skógi vöxnum hlíðum og eru skógarþröstur, hrossagaukur, þúfutitlingur og músarrindill algengir. Í Öræfum eru mikilvægustu varpstöðvar skúms við norðanvert Atlantshaf.
 
Skordýralíf í Skaftafelli er mjög fjölskrúðlegt samanborið við aðra staði á landinu og um miðbik sumars verður fiðrildið [[:en:Perizoma_blandiata|hvítfeti]] áberandi.
 
Dýralíf er fábrotið en þar finnast einungis [[heimskautarefur]], [[minkur]] og [[hagamús]].
 
== Tengt efni ==