„Gabriele D'Annunzio“: Munur á milli breytinga

(Ný síða: {{Persóna | nafn = Gabriele D'Annunzio | mynd = Gabriele D'Annunzio 1922.jpg | myndatexti = D'Annunzio árið 1922.<br>Skjaldarmerki Gabriele D'Annunzio|45px | fæðingardagur = 12. mars 1863 | fæðingarstaður = Pescaria, Ítalíu | dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|1938|3|1|1863|3|12}} | dauðastaður = Gardone Riviera, Ítalíu | starf = Skáld, rithöfund...)
 
Árið 1919 hertóku D'Annunzio og hópur sjálfboðaliða sem studdu hann borgina [[Rijeka|Fiume]] (nú Rijeka í [[Króatía|Króatíu]]), sem margir Ítalar höfðu viljað innlima í styrjöldinni en hafði orðið hluti af [[Konungsríkið Júgóslavía|Konungsríkinu Júgóslavíu]] við stríðslok. D'Annunzio fór með einræðisvald í Fiume í fimmtán mánuði áður en ítalska stjórnin beitti valdi til að reka hann þaðan í samræmi við [[Rapallo-sáttmálinn|Rapallo-sáttmálann]] sem Ítalía hafði gert við bandamenn. Þrátt fyrir endalok hernámsins hafði D'Annunzio haft þau áhrif að árið 1924 var fallist á að veita ítalska konungsríkinu yfirráð yfir Fiume á ný.<ref name=nd/>
 
Á meðan D'Annunzio réð yfir Fiume þróaði hann stjórnaraðferðir sem áttu eftir að verða ein af fyrirmyndum ítalsks [[Fasismi|fasisma]]. D'Annunzio notaði fasískt skipulag og starfsaðferðir gagnvart hermönnum sínum, notaði rómverskar kveðjur, svartar skyrtur og húfur sem áttu eftir að vera hluti af einkennisklæðnaði fasista. Árið 1922 sagðist D'Annunzio ætla sér að „taka Róm“[[Róm]]“ ásamt stuðningsmönnum sínum en að endingu varð [[Benito Mussolini]], sem hafði byggt upp fasíska þjóðernishreyfingu á svipuðum hugmyndum og D'Annunzio hafði þróað, fyrri til að ræna völdum með [[Rómargangan|göngunni til Rómar]] í október 1922.<ref name=lb/>
 
Eftir styrjöldina var D'Annunzio sæmdur aðalstitlinum [[fursti]] af [[Snežnik|Montenevoso]]. Furstatitill hans var kenndur við fjall á nýjum austanverðum landamærum Ítalíu sem er nú í [[Slóvenía|Slóveníu]]. Eftir hernámið í Fiume hætti D'Annunzio að mestu afskiptum af ítölskum stjórnmálum og dró sig til hlés á landareign sinni í [[Gargnacco]] við [[Garda-vatn]], þar sem ítalska ríkið gaf honum höllina [[Vittoriale degli italiani|Il Vittoriale]].<ref name=nd/> D'Annunzio tilkynnti nokkrum sinnum að hann hygðist snúa aftur á svið ítalskra stjórnmála en Mussolini gerði sitt besta til að einangra D'Annunzio til þess að hann gæti ekki orðið honum keppinautur. Eftir að Mussolini komst til valda veitti hann D'Annunzio háa styrki og ýmsar ívilnanir til þess að rithöfundinn vanhagaði ekki um neitt á setri sínu í Gargnacco. Mussolini fór stundum í heimsóknir til D'Annunzio til að heiðra hann þar til D'Annunzio lést árið 1938.<ref name=lb/>